5.1.2011 | 23:31
Hve lengi duga 30 silfurpeningarnir í skjóðu VG?
"Þeir sögðust þó hafa farið yfir stöðuna en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok fundar sem verður undir kvöld." sögðu VG liðar fyrr í dag. Nú er komið kvöld.
Og Agnes Bragadóttir spákona og blaðamaður fylgdist rosalega spennt með. Líka heimildakonan Gróa í Efstaleiti, sem er heimild sem aldrei klikkar. Veit eiginlega allt!
Varðandi fyrirsögnina. VG getur auðveldlega, hvenær sem er, myndað meirihlutastjórn með andstæðingum ESB aðildar. Eða reynt það. Það er ef andstæðingar meina eitthvað af því sem þeir segja!
Hvað kom svo út úr fundinum?
Aðeins eitt. Ríkisstjórnin fær framhaldslíf! Ætla þó rétt að vona að hún verði ekki eilíf! Það væri ekki gott!
Í mínum huga er aðeins eitt mál sem raunverulega hefði þurft að skýrast á þessum fundi.
Það er afstaða VG til ESB umsóknarinnar, sem þingmenn flokksins samþykktu með óbragð í munninum.
Hvort sem menn eru hlynntir umsókninni eða ekki, hljóta allir að sjá að það er hreint með ólíkindum hvað Samfylkingin hefur getað teymt það mál áfram og komið því í farveg. Ummæli Össurar í kvöld um það mál voru full glaðhlakkaleg fyrir minn smekk. En hann um það.
ESB málið er stærsta mál Íslandssögunnar.
Þeir sem í hjarta sínu eru algjörlega mótfallnir umsókninni eiga að gera allt sitt til að stöðva hana. Ríkisstjórnir hafa verið myndaðar og fallið af minna tilefni. ESB er risavaxið tilefni. Hvort þessi ríkisstjórn lifir lengur eða skemur skiptir ekki alveg öllu máli. Það sem öllu skiptir er að lýðræðið virki rétt.
Það gengur ekki að ráðamenn selji sálir sínar fyrir slikk þegar svona mikið er í húfi.
Ég hef heldur verið fylgjandi umsókninni og þjóðaratkvæðagreiðslu í lok ferilsins, svo það fari ekkert á milli mála, en ef valið stendur á milli umsóknarinnar og hins virka lýðræðis mun ég alltaf velja lýðræðið.
Hvað skyldi VG gera í framhaldinu?
Eigum við ekki að spyrja Gróu í Efstaleitinu?
Hún veit svo margt.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn" En hvað ég er innilega sammála þér núna! Lýðræðið verður að fá að virka í okkar fallega landi, við megum ekki við því að missa það ofan á allt annað. Þá er nú flest farið, og ekkert sem réttlætir lengur búsetu í landinu fagra!!! Kveðja .
Eyjólfur G Svavarsson, 6.1.2011 kl. 01:24
Blessaður Björn.
Hvenær hefur fjórflokkurinn spáð í mál, málefni eða hugsjónir?? Hvað þá þjóðþrifamál??
Hann á sitt eina hreyfiafl, völd.
Og það er ekki meirihluti geng aðlögunarferlinu, svo einfalt er það.
Aðeins eitt skýrir LSD vímu forystu Sjálfstæðisflokksins, ÓTTI.
Ótti við grasrótina, ótti við að hafa skoðanir.
Og flokkurinn er ekki tilbúinn að fara í stjórn á forsendum grasrótarinnar. Þau bíða og vona, að Styrmir deyi og Davíð fái Altsheimer.
Og þá, þá leggja þau í nýja slag, slag um ESB og slag um nauðungargreiðslur til ESB, kallaðar ICEsave.
Í raun eru aðeins þrír þingmen á móti núverandi aðlögun, og þeir eru allir í VG. Jafnvel Stalín dugði ekki slíkur minnihluti til að þoka málum áfram.
Þjóðin er á leið í ESB, og hún verður ekki spurð álits,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2011 kl. 12:34
Þakka innlit að austan!
Björn Birgisson, 6.1.2011 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.