6.1.2011 | 23:49
Hið stórmerka Bændablað!
"Hörður Kristjánsson hefur verið ráðinn ritstjóri Bændablaðsins og kemur til starfa á næstu vikum. Hörður hefur síðustu ár starfað á Viðskiptablaðinu."
Óska Herði hjartanlega til hamingju með þessa ráðningu.
Bændablaðið? Bændablaðið? Bændablaðið?
Það vill svo til að það ágæta blað hef ég aldrei séð og það sem verra er.
Ég vissi ekki að það væri til!
Lesendahópurinn er varla stór. Held að bændur í landinu séu þrjú til fjögur þúsund og þeim fer fækkandi.
Er Bændablaðið selt í áskrift eða fjármagnað með auglýsingum fyrirtækja, sem eru pínd til að birta auglýsingar í týndum miðli?
Er kannski Bændablaðið á ríkisjötunni eins og svo margir bændur?
Hvar pantar maður áskrift að þessum merka miðli?
En aftur.
Til hamingju Hörður minn!
Vonandi færðu launin þín samviskusamlega greidd.
En hver greiðir þau?
Ráðinn ritstjóri Bændablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þettu blaði er deift frítt t.d. á BSí þar sem ég hef nælt mér í það. Þetta er fréttablað um hvað er að gerast í sveitum landsins vel skrifað og fróðlegt. Fæ þar fréttir sem ekkert er fjallað um hjá öðrum miðlum. Legg til að þú gerist áskrifandi víkkar sjóndeildarhringinn.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 00:26
Afar málefnaleg og góð færsla Björn. Bændablaðið er gefið út í ca. 20.000 eintökum annan hvern fimmtudag. Því er dreift á öll býli á landinu, í verslunum Krónunnar og víðar. Þá er það að finna á vefnum, slóðin er bbl.is. Útgáfusvið Bændasamtakanna er fjármagnað með búnaðargjaldi, sem bændur greiða og svo náttúrulega með auglýsingum sem hinir aðskiljanlegustu aðilar í samfélaginu sjá sér hag í að kaupa í blaðinu.
Helgi (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 00:29
Þetta blað er gefið út á kostnað skattgreiðenda og auk þess að flytja fréttir og fróðleik um landbúnað, sem er góðra gjalda vert, flytur það lygar og áróður gegn Evrópusambandinu og berst hatramlega gegn inngöngu okkar í þann ágæta félagsskap.
Gísli (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 01:46
BÆNDABLAÐIÐ er skemmtilegt aflestrar. Það flytur fréttir af öllum svæðum landsins og ´´ur öllum greinum landbúnaðar. Mikið er um auglýsingar eru eru smáauglýsingar mjög skemmtilegar. Blaðið er lesið af mun fleirum en bændum. Þeim fer fækkandi eins og kunnugt er. Stór hluti tekna þeirra er vegna beingreiðslna og vegna launavinnu í óskyldum greinum. Bændasamtökin eru ríkisstyrkt og hafa ráðuneytisígildi. Forystumenn verja völd sín og berjast gegn öllum breytingum ,m.a. þeim sem augljóslega horfa til framfara(greiðslustofa og hagrænar upplýsingar). Bændablaðið hefur sett fram ákaflega einhliða mynd af Evrópumálum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 07:56
Bændablaðið er gott og fjölbreytt blað sem er sent á öll lögbýli og dreift með ýmsum öðrum hætti m.a. í áskrift.
Það er alfarið kostað af auglýsingum.
Hér getur þú skoðað það áður en þú pantar áskrifi.
http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4055
svanur (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 09:20
Bændablaðið fjallar almennt um alla matvælaframleiðsluna í landi. Það er löngu úrelt að setja samasem merki milli orðsins bóndi og rollubúskapur. Það er líka úrelt að halda því fram að bændur berjist gegn framförum.
Bændur teljast nú, auk sauðfjárræktarbænda: mjólkurbændur, nautgripabændur, svínabændur, hrossabændur, refa og minkabændur, fiskeldisbændur, alifuglabændur, blómabændur, grænmetisbændur, kornræktarbændur - og eflaust hef ég gleymt einhverjum í þessari upptalningu...
Augljóslega er Bændablaðinu ekki dreift nógu víða :)
Kolbrún Hilmars, 7.1.2011 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.