Klámvísur fyrir femínista. Alls ekki fyrir þig!

Kunningi minn var að skamma mig um daginn fyrir efnisvalið á þessari síðu. Taldi hér fátt að finna annað en skrif um stjórnmál og spillingu.

Ég maldaði í móinn og sagði þetta ekki rétt. Hér kæmu stundum gamansögur og brandarar og svona sitt lítið af hverju úr ýmsum áttum. Því var jánkað með semingi, en bætt við að ekkert væri hér um jafnréttismál og feminista og spurt hverju það sætti!

Ég sagðist engan áhuga hafa á femínistum, en lofaði að koma síðar með færslu tileinkaða þeim. Þessi kunningi minn er með stærri brjóst en ég. Kona auðvitað!

Hér er færslan komin og er bönnuð yngri en átján!

Efnið er fengið af síðu hér á blogginu, en ég náði ekki í síðuhöfund til að fá samþykki fyrir birtingunni. Vonandi fyrirgefst mér framhleypnin! Hér kemur nokkuð blautlegur kveðskapur:

 

Vertu brattur vinur minn,

vel ef statt er á þér.

Legðu fatta lókinn þinn

í leiku skrattann á mér.

Very sexy

Baldvin stúrinn varla var,

vildi dúrinn festa þar,

læra klúran lykil bar,

lífs að úri Þorbjargar.

sexy

Mín að telja afrek öll

ekki er nokkur vegur.

Ég hef ístru, ég hef böll

ég er guðdómlegur.

Very sexy

Þér við lendar, ljúfa frú,

læt ég endast nótt án trega.

Allvel kenndur er ég nú,

og mér stendur bærilega.

sexy

Jón minn hefur litla lyst,

langtum betur aðrir sóttu.

Það var aðeins allra fyrst

að hann réri á hverri nóttu.

Very sexy

Björn á Völlum fer á fjöll,

fram úr öllum rásar.

Lætur sköllótt skuðartröll

skvampa í höllum gásar.

Sexy

Sýn mér gæði, síður kíf,

svo að fæðist gaman.

Við skulum bæði líf við líf

leggja í næði saman.

Very sexy

Heyrðu góða hjartað mitt,

horfinn er mér dugur.

Get ég ekki gatið hitt -

guð minn almáttugur!

sexy

Undir kletti

Ingi fletti

upp um netta

seimagná.

Búkinn fetti

böllinn setti

býsna þétt

í læragjá.

Sexy 

Ég elska þig Helga um helgar

og helga þér allt sem mér ber

og því vil ég helga þér Helga

helgasta blettinn á mér.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Laufey

hló mikið af visunum =)

Adda Laufey , 7.1.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hlóstu? Þetta eru mjög alvarlegar vísur! Takk fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 7.1.2011 kl. 23:43

3 identicon

Það væri áhugavert að vita hvað þú skilur við orðið femínisti sem þú segist engan áhuga hafa á ;)

Hulda (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 23:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Því þá Hulda?

Björn Birgisson, 7.1.2011 kl. 23:57

5 identicon

Mér sýnist þú almennt glöggur og vel skrifandi - það er alltaf áhugavert að heyra skoðanir hugsandi fólks. En þetta er þitt blogg og þú skrifar auðvitað um það sem þú hefur áhuga á - og ég um það sem ég hef áhuga á - og allir sáttir.

Hulda (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 00:13

6 Smámynd: Björn Birgisson

Allir sáttir!

Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 00:48

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen.

Kveðja.

Ómar Geirsson, 8.1.2011 kl. 15:54

8 Smámynd: Björn Birgisson

.................. á eftir tvíræðu efninu!

Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 16:13

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er nú ótvírætt efni að mínu áliti  og er þó ekki feministi. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.1.2011 kl. 00:08

10 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitið Kolla mín! Þú birtist alltaf eins og sólargeislinn sem blessar fjóshauginn, sem við hin erum föst í!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband