8.1.2011 | 12:16
"Fangaskipti"?
"Birgitta Jónsdóttir segir þetta vera prinsipp" mál. Mér er boðið að tala á mikilvægri ráðstefnu í sumar í Bandaríkjunum um upplýsingafrelsi," segir þingmaðurinn og hlær við. Þá er óþægilegt að vita ekki fyrirfram hvort þeir muni virða friðhelgi kjörinna fulltrúa."
Upp er komin ný tegund af styrjöldum. Netstyrjöld. Hluti veraldarvefsins er kominn í stríð við stórveldin og sigurlíkur vefsins að þessu sinni eru ágætar. Hann stoppar enginn mannlegur máttur úr þessu.
Í styrjöldum eru fangaskipti alþekkt, en þessi styrjöld er ný af nálinni.
Fram hefur komið sú tillaga að lausagöngufanganum Julian Assange verði boðinn íslenskur ríkisborgararéttur til að vernda hann og hans starf.
Eigum við að gera það og bjóða Birgittu í skiptum?
Ég hef ekkert að fela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að Bandaríkjamenn fái pósta Birgittu er auðvitað út í hött. Frekar að senda þeim óhrein nærföt Þórs Saarí.
Þessari heimslögreglumikilmennsku USA þarf að fara linna.
Nú á Össur að vaða upp í sendiráð, breiða úr sér og rífa kjaft. Hann gæti þá nýst í eitthvað.
hilmar jónsson, 8.1.2011 kl. 12:25
"Þessari heimslögreglumikilmennsku USA þarf að fara linna."
Það finnst flestum, en þeir bera alltaf fyrir sitt þjóðaröryggi og öryggi sendimanna sinna um allan heim. Er það bara bull og þvæla í þeim?
Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 12:32
Látum Össur tala við þá með tveimur hrútshornum..
hilmar jónsson, 8.1.2011 kl. 12:42
Líst vel á það. Þegar Össur beitir sér skelfur heimsbyggðin!
Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 12:47
Þið H.J og B.B, eruð ljóslega kjánar í málefna fátægt.
Konan sem þið ræðið er ljóslega mun betur máli farin og mun huggulegri en þið að sjá. Þó að ég aðhyllist ekki alla hennar skoðanir , þá sé ég ekkert athuga vert við það að hún þekkist boð um mál á kjafta þyngi, hvort sem það fer fram í Bandaríkjunum eða Sovétinu sáluga.
Ég sé heldur ekkert athugavert við það að fólk almennt tali og segi skoðun sína, en svo lítur út sem ykkur kamerötum sé það allnokkuð í nefi. Límið er þó ljóslega gott sem Stalín skapaði. En varðandi Össur þá er hann bara gúmmý tútta þjóðverja og frakka.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.1.2011 kl. 14:06
Hrólfur, auðvitað erum við kjánar. Þess vegna er svo mikilvægt að andans auðmenn, eins og þú greinilega ert, líti af og til til með okkur.
Talandi um andans auðmenn. Öllum getur nú orðið á, samanber #5!
Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 14:12
Ég ætlaði nú ekkert að móðga þig freklega B.Byrgisson, sem ég tel allsæmilegan mann svo sem vant er með Íslendinga. Hafðu gott og notalegt ár og allir þér um hring, svo tökumst við á um skoðanir á meðan tórir.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.1.2011 kl. 14:33
Hrólfur, þakka góða kveðju. Eigðu sömuleiðis gott og farsælt ár, sem og allt þitt fólk!
Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.