Hnúkaþeyr í fingurbjörg

"Össur gerir ekki ráð fyrir því að hann muni eiga fund með sendiherra Bandaríkjanna sjálfur. Líklegast komi það í hlut ráðuneytisstjóra. Tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin enn, en Össur reiknar með því að hann verði mjög fljótlega."

Hér er greinilega á ferðinni algjört stórmál og hörð milliríkjadeila á milli Íslendinga og Bandaríkjamanna í uppsiglingu!

Gott ef ekki stríð!

Allt út af einstaklingi sem valdi að feta slóð sem Bandaríkjamönnum líkar ekki og sá einstaklingur vissi það allan tímann, en hélt sínu striki. Í eigin umboði, ekki ríkisstjórnar eða Alþingis.

Þetta er ekki stormur í vatnsglasi.

Þetta er hnúkaþeyr í fingurbjörg.

Össur og hans sendimenn geta haldið 100 fundi með fulltrúum Bandaríkjastjórnar ef þeir telja það við hæfi og til bóta.

Hann má hins vegar vera þess fullviss að Kanarnir hlusta ekkert á rödd örríkis eins og Íslands og að þeir muni halda sínu striki í þessu máli.

Þeir telja öryggi sínu ógnað og þá stoppar þá enginn.

Jafnvel þótt fundirnir verði 200.


mbl.is Sjónarmiðum komið á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég skil ekki alveg í hverju óánægja þín felst Björn.

Yfir því að til skuli vera fólk sem er tilbúið að leggja á sig ýmislegt við að upplýsa og koma með fram í dagsljósið hvernig Bandaríkjastjórn hefur hagað sér, m.a. varðandi stríðsrekstrinum í Írak ? Voru myndböndin á slátrun saklausrar borgara ekki nógu sannfærandi ?

Eða snýst óhressleiki þinn meira um hver það er sem vinnur að því að upplýsa ?

Ég verð að viðurkenna að þó að Birgitta hafi ekki verið mín kona í pólitík, þá ber ég ómælda virðingu starfi hennar með Wikkileaks.

"Össur og hans sendimenn geta haldið 100 fundi með fulltrúum Bandaríkjastjórnar ef þeir telja það við hæfi", segirðu ? ? ?

Er þá kannski ekki við hæfi að þínu mati að amast við þessum viðbrögðum Bandaríkjastjórnar ?

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 17:09

2 Smámynd: Björn Birgisson

Viðbrögðum Bandaríkjastjórnar? Dómstólar munu væntanlega skera úr um þau. Þeir telja sér ógnað og hegða sér samkvæmt því, sama hvað mér finnst eða þér.

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 17:16

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ertu að djóka Björn ?

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 17:18

4 Smámynd: Björn Birgisson

Djóka? Með hvað?

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 17:19

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Eins og ég skil þig, þá finnst þér óþarfi, eða "ekki við hæfi" að utanríkis og dómsmálaráðherra bregðist við og mótmæli kröfum "alheimslögreglunnar"

Þú fyrirgefur, en einhvern vegin finnst mér þessi skrif þín á skjön við þá pólitísku sýn sem ég taldi þig hafa....

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 17:25

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, myndböndin frá Írak sögðu mér ekkert nýtt í raun. Í hverju einasta stríði eru framin voðaverk, en fæst þeirra nást reyndar á filmu. Borgarar eru drepnir unnvörpum, konum nauðgað og svo framvegis. Það má segja að aðfarir USA í Írak séu ekki undantekning, heldur viðtekin venja þar sem allir vantreysta öllum.

Birgitta hóf þessa göngu sína á eigin vegum og á að ljúka henni þannig.

Mín pólitíska sýn er flestum hulin, einkum þó sjálfum mér.

Svo snýst þetta mál ekki um pólitík.

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband