Skytturnar þrjár eru fangar eigin gunguháttar

"Í ljósi þess að fjárlögin munu auka vanda heimilanna í landinu og festa ójöfnuðinn enn frekar í sessi var okkur ómögulegt að greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpinu," segir í tilkynningunni frá Skyttunum þremur.

Þau segjast ekki styðja ríkisstjórnina í öllum málum, en segjast tilbúin að verja hana falli.

Af hverju skyldi það vera?

Svarið er einfalt. Þau skortir öll kjark til að stíga til fulls skrefið, sem þau dauðlangar að stíga.

Að segja sig úr þingflokki VG.

Af hverju skyldi það vera?

Með þeirri ákvörðun væri endir bundinn á pólitískan feril þeirra og það vita hin eldri og hafa sagt folaldinu frá vitneskju sinni.

Það vill enginn neina flokkaflakkara í dag. Þráinn Bertelsson mun til dæmis ekki ná kjöri í næstu kosningum. Efast reyndar um að hann hafi nokkurn áhuga á því!

Svona er nú þetta einfalt.

Skytturnar þrjár eru fangar eigin gunguháttar.

Steingrímur er fangavörðurinn.


mbl.is Bregðast við málflutningi Árna Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll og gleðilegt nýtt ár.

Varðandi ofangreinda fullyrðingu, þá held ég að hún sé full stór. En, þ.e. klárt af öllum skoðanakönnunum, að óánægja er mjög mikil. Sem dæmi þegar skoðað eru tölur á bakvið síðasta þjóðarpúls Gallup, nenna cirka einungis 30% að svara könnun. Af þeim sem koma með einhverja svörun, er dágott hlutfall sem ekki segist munu kjósa nokkurn flokk eða eða að þeir muni ekki mæta á kjörstað. Samanlagt gróft á litið virðis, fer eftir því hve mikið maður leggur upp úr fj. þeirra sem sýna enga svörun við könnun, getur þetta merkt óánægju nálægt 50%.

Ef þessar vísbendingar eru e-h nærri lagi, getur einmitt í dag verið sérstaklega mikið tækifæri fyrir stjórnmálaenn, að ná kjöri fari þeir fram sem sérframboð eða í slagtogi með fj. einhverra annarra sem leitast við að ná í óánægjufylgi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2011 kl. 21:45

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk Einar Björn, ágæt pæling. Auðvitað eru mínar fullyrðingar á stundum nokkuð stórar, en þær laða flugurnar að!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband