10.1.2011 | 21:48
Efnisþurrð í Morgunblaðinu
"Þingflokkur VG gerði hlé á fundi sínum síðdegis, en flokkurinn kemur aftur saman kl. 18 til að ræða ágreining innan flokksins um ríkisstjórnarsamstarfið."
Hvaða dagur er í dag?
Jú, það er fundardagur hjá VG, rétt eins og 5. janúar síðast liðinn.
Morgunblaðið rétt tæpir á þessum fundi, eftir að hafa skrifað frá sér allt vit fyrir fundinn 5. janúar.
Fréttaskýringar í löngu máli um fund, sem ekki hafði verið haldinn, nafnlausir heimildamenn í kippum voru dregnir fram í dagsljósið og "blaðamennskan" blómstraði sem aldrei fyrr.
Öllum er ljóst að fundur VG í dag var miklu merkilegri fundur. Línur að skýrast betur í erfiðum málum VG.
Fátt um hann í Morgunblaðinu þó!
Af hverju?
Af því að Gróa í Efstaleiti var að ganga í nýja Korktappaflokkinn, flokk millistéttarinnar í landinu og neitaði að tala við fjölmiðla.
Þar með varð efnisþurrð í Morgunblaðinu.
VG heldur áfram fundi kl. 18 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Efnisþurrð í þessu Móablaði er viðvarandi
Finnur Bárðarson, 10.1.2011 kl. 22:00
Alla vega þegar Gróa blessunin er upptekin!
Björn Birgisson, 10.1.2011 kl. 22:29
Ekki að það sé frétt, að það standi ekki í Morgunblaðinu !
Hvers vegna er fólk að vitna í þetta volaða blað moggan ?
Látum það bara vera !
JR (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 22:36
JR, ertu ekki að tjá þig hér í boði Moggans?
Björn Birgisson, 10.1.2011 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.