Flokkur korktappanna í þjóðfélaginu hlýtur að vera rétt handan við hornið

"Nýr stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður í Danmörku. Í flokknum, sem ber nafnið „Fremtidens Danmark", eða Danmörk framtíðarinnar eru margir þekktir einstaklingar þar í landi."

Þetta er stórmerkileg frétt, sérstaklega hvað varðar það markmið flokksins að lyfta umræðunni upp á hærra plan og sækjast ekki eftir veraldlegum völdum.

Líklega vantar svona flokk á Íslandi.

Svo bráðvantar okkur hér á skerinu kalda flokk sem er málsvari millistéttarinnar í landinu. Fólksins sem vinnur fullan vinnudag, borgar alla sína skatta, borgar af öllum sínum lánum, borgar leikskólagjöldin, borgar meðlögin sín, er á engan hátt á framfæri hins opinbera .................

Borgar alla sína reikninga. Alltaf. Fólk til fyrirmyndar í aumingjavæddu samfélaginu. Fólk með reisn.

Með öðrum orðum flokk fyrir fólkið sem heldur þessu þjóðfélagi gangandi.

Það á nú engan málsvara, enda er gengið vægðarlaust á hlut þess og því gert að greiða mestallan herkostnað þjóðfélagsins. Allt sukkið, óstjórnina og vitleysuna, en síðast en ekki síst að fjármagna bótakerfið, sem virðist dafna langt um betur er nokkur púki á fjósbita. Af hverju er það?

Sífellt er talað um Ísland sem stéttlaust land. Það er auðvitað ekki rétt.

Hér er stétt láglaunafólks og bótaþega, millistéttin svokallaða og síðan stétt hálaunafólks.

Millistéttin er fjölmennust og heldur að mestu uppi bótakerfinu, sem er að verða svo útþanið að engu tali tekur. Þegar þúsundir bótaþega kjósa heldur bætur en vinnu, þá er eitthvað mikið að í þjóðfélaginu.

Þegar bótaþegar eru komnir á þingmannalaun er kerfið orðið sem krabbamein á þjóðarsálinni.

Hálaunamenn eru margir hverjir í góðri aðstöðu til að svíkja undan skatti. Gera það óspart og gagnast lítið við að greiða fyrir það apaspil sem bótakerfið er orðið og ofþanin stjórnsýslan.

Millistéttin þarf að eiga málsvara.

Hann er ekki til í dag. En þær eru margar beinaberar krumlurnar í vösum millistéttarfólksins.

Flokkur sem einbeitti sér að hagsmunum millistéttarinnar í landinu mundi sópa til sín fylgi.

Það er ég viss um.

Eitt er það sem alltaf flýtur og aldrei sekkur.

Það er hinn nýi Korktappaflokkur millistéttarinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála Björn. kv Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 12.1.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband