Nú virðist allt stefna í að okkur bjóðist aðeins aðlögun sem samninganefndin hefur ekki umboð þingsins til að fara í" skrifar Lilja Mósesdóttir í Fésbókina sína.
Ágætu andstæðingar aðildar Íslands að ESB! Bréfkorn til ykkar:
Umsóknarferlið verður ekki stöðvað úr þessu. Þeir þingmenn sem segjast andsnúnir umsókninni, hafa ekki þann manndóm í sér sem þarf til að stöðva ferlið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og VG virðast ákveðnir í að sniðganga ályktanir flokka sinna um málið. Það fer ekkert á milli mála.
Það skiptir engu máli hvað bloggarar og aðrir þenja sig, heimtandi að ferlið verði stöðvað. Valdið til þess liggur hjá þingmönnum og því er haldið fram að meirihluti þingmanna segist vera á móti umsókninni.
Þeir segjast vera á móti.
Því ljúga þeir flestir.
Annars myndu þeir gera eitthvað í málinu, en þeir lyfta ekki litla fingri til þess.
Aðildarumsóknin er lang stærsta mál Íslandssögunnar.
Samfylkingin heldur ótrauð sínu striki í málinu. Sumum til ánægju en öðrum til ama.
Á sama tíma kjósa aðrir þingmenn að svíkja kjósendur sína og stefnu flokka sinna.
Aumari fulltrúa hefur þjóðin líklega aldrei átt á Alþingi.
En það vantar ekkert upp á kjaftháttinn á þessu liði.
Hins vegar er þar alvarlegur skortur á heilindum, kjarki og útsjónarsemi í þessu risavaxna máli.
Ekkert fær stöðvað þetta ferli úr þessu.
Það er enginn mannskapur í það verk.
Bara handónýtt lið.
Vildi bara segja ykkur þetta ef þið hefðuð ekki tekið eftir þessu!
Með kveðju,
Björn Birgisson
Umboðslaus samninganefnd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Björn.
Svo segir þú að ég gangi um með eldspýtur að kveikja bál.
En þar sem ég er óforbetranlegur þverhaus, þá ætla ég enn að minna þig á byltinguna.
Hún snýst einmitt um að losna við handónýtt lið, og vonandi uppsker hún menn (konur eru menn, síðast þegar ég vissi, eða er það ekki??) í forystu þjóðarinnar.
Ef engin er eftirspurnin, þá er lítið um framboð, stendur einhvers staðar.
Og byltingin snýst ekki um flokkapólitík. Heldur um framtíð barna, og barnabarna okkar. Líka um framtíð hunda og katta, reyndar alls sem okkur er kært.
Í dag ætlar elítan að selja þessa framtíð, það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 18:46
Hárétt hjá þér Björn, en enn réttara hjá Ómari. Þegar valdhafar hafa misboðið fólki nægilega mikið er ekkert eftir í stöðunni en að losa sig við þá.
Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2011 kl. 19:23
Sæll Ómar! Varst þú nokkuð í Vatnsmýrinni að fikta með eld?
Ég hef spáð því að næst þegar kosið verður verði meiri endurnýjun á Alþingi en nokkru sinni í sögunni, en endurnýjun er ekki endilega af hinu góða, ef við fáum ekki allt okkar besta fólk í framboð. Það er málið.
Björn Birgisson, 12.1.2011 kl. 19:25
Nei reyndar ekki, en eitthvað varst þú að minna mig á, vikuna sem þjóðin sýndi lit, að vera ekki um of að flíka eldspýtum mínum.
En það er með þetta næst þegar verður kosið, og svo innihald bréf þíns, sé það ekki stemma. Til dæmis verður þjóðin komin í ESB, að sér forspurðri, áður en næst verður kosið.
Og búin að samþykkja ICEsave, taka lán upp á 650 milljarða í beinhörðum gjaldeyri til að borga erlendum krónubröskurum, loka spítölum, svelta fólk, og nefndu það bara.
Þetta næst getur verið lengra en heil eilífð, þegar neyðin bankar upp á.
Bið að heilsa í Hveragerði Axel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 19:36
"Til dæmis verður þjóðin komin í ESB, að sér forspurðri, áður en næst verður kosið."
Engar líkur á því. Þetta ESB karp og ferli mun taka langan tíma, en Icesave held ég að verði samþykkt, súrsætt sem það er.
Björn Birgisson, 12.1.2011 kl. 19:48
Heldur þú Björn, að við hefðum fengið að láta bankana fara á hausinn ef við hefðum verið í ESB?
Eða er ekki líklegra, að þeir hefðu komið með "björgunarpakka" og sagt okkur að bjarga bönkunum eins og þeir sögðu Írum að gera? (Þeir sem töpuðu á falli Íslensku bankanna voru að mestu leiti stóru Evrópsku bankarnir). Þá sæti þjóðin uppi með 8.000 milljarða í skuldum gagnvart ESB. Þá væri hægt að leggja þetta krummaskuð okkar niður í heilu lagi.
Doddi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 19:56
Góður punktur Sveinn og líklega nokkuð sannur.
Björn Birgisson, 12.1.2011 kl. 20:05
Þú segir það Björn, en hví þessi örvæntingartónn í þessum stúf hér að ofan?????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 20:20
Stúf?
Björn Birgisson, 12.1.2011 kl. 21:06
Jamm, svona var ekki kallað langloka í mínu ungdæmi, en kannski gleymdi ég forskeytinu "bréf".
Kraftmiklar færslur hjá þér þessa dagana Björn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.