12.1.2011 | 20:07
Við viljum ekkert aumingjasamfélag
"Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands funduðu í dag með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í Stjórnarráðinu um stöðuna í kjaramálum."
Er um eitthvað að semja?
Eru ekki flest öll fyrirtæki landsins stórskuldug og nánast tæknilega gjaldþrota?
Er ekki frjálshyggjan búin að snúa þessu landi algjörlega á haus? Nei, afsakið, ekki frjálshyggjan, heldur vondir fulltrúar hennar!
Jæja, eitthvað þarf að setja í nýjan samning, hvort sem það er gáfulegt eða ekki.
Eitt þarf nauðsynlega að leiðrétta.
Það eru lægstu launin með tilliti til þeirra sem þiggja bætur.
Það er algjörlega ólíðandi að fólk geti sagt blákalt að það sé betra að vera á bótum, en að vinna.
Það er algjörlega ólíðandi að í bullandi atvinnuleysi skuli fyrirtækin ekki fá fólk í vinnu þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar.
Við viljum ekki þjóðfélag þar sem 60% vinna, en 40% þiggi bætur af arði þeirrar vinnu.
Við viljum ekkert aumingjasamfélag.
Ef næst að leiðrétta þessa vitleysu í samningunum, þá er stórum áfanga náð.
Talan 200 þúsund krónur hefur verið nefnd í þessu sambandi.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu.
Aftur á móti er góð krafa hjá þeim að lífeyrisréttur verði jafnaður.
Doddi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 21:01
Sammála, Sveinn minn, en mér finnst sem ég hafi heyrt þessa kröfu setta fram áður. Ef ég fengi að ráða þessu yrði ég fljótur að sameina alla lífeyrissjóði í einn stóran Íslendingasjóð. Greiðslur úr honum yrðu svo í samræmi við inngreiðslur. Aldrei fá allir sömu krónutölu, það væri fáránlegt. Þeir sem borga mest fá mest.
Lífeyrissjóður er bara eins og bankabók. Hærri innlegg, hærri greiðslur til baka.
En bara einn sjóður. Eini munurinn á áunnum réttindum fólks á að liggja í þeim upphæðum sem fólkið greiðir í sjóðinn.
Björn Birgisson, 12.1.2011 kl. 21:15
Björn bóndi sækir í sig verðrið og segir það sem margir þora ekki að nefna. Hér leikur hressandi andvari um síður, tilbreyting frá fréttaleysi og sinubruna í Vatnsmýrinni. Fólk hefur lifað í voninni um að kraftaverk væru við sjónarrönd þegar fjármálráðherrann dregur enn eina banka og tryggingaófreskjuna upp á yfirborðið. Mér finnst ágætt hjá geimverunni að setja merkið fast á handlegginn til áréttingar um að góðverkin munu skila sér. Okkar er samt sem áður ábyrgðin.
Economist, hagtíðindi sögðu frá því að Íslendingar hefðu komist hjá því að greiða erlendum aðilum 7800 milljarða eftir hrunið. Það hefur enginn játað en nú eru þorri, góa og einmánuður eftir.
Sigurður Antonsson, 12.1.2011 kl. 22:57
Sigurður, þakka þér þitt ágæta innlit. Ég get sagt þér í trúnaði, eins og ráðherrann sagði forðum á blaðamannafundinum, að annað hvort er ég að verða elliær, eða mér eru að opnast nýjar sýnir á ástandið hjá okkar hnípnu þjóð. Hvort heldur er, er ég ákveðinn í því að reyna að vera ungur í anda allt að brennsluofninum!
Björn Birgisson, 12.1.2011 kl. 23:22
Ha, ha ha Björn, þú ert komin með fyrstu einkennin.
".... opnast nýjar sýnir á ástandið "
I like it eins og kellingin sagði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.