Stjórnmál Íslands eru í skötulíki

Stjórnmál og stjórnmálabarátta. Hvað er það eiginlega? Vitræn barátta um eitthvað sem skiptir máli? Barátta um völd til að hygla vinum sínum? Augljóslega. Algjörlega.

Kannski bara barátta um % hér og % þar í sköttum? Eins og það skipti millistéttina nokkru máli. Hún borgar allt að lokum. Hálaunamenn og bótaliðið glotta við tönn.

Ekki borgar láglaunafólkið mikið til samfélagsins. Ekki borga bótaþegar mikið til samfélagsins. Ekki borga hálaunamenn mikið til samfélagsins, þeir eru svo duglegir við að svíkja undan skatti.

Millistéttin borgar allt fyrir alla.

Stjórnmál á Íslandi eru að verða ein allsherjar klikkun.

Það stendur ekki steinn yfir steini. Öllu er lofað og flest er svikið.

Sjálfstæðisflokkur á móti ESB. Gerir ekkert í málinu.

Samfylkingin veður áfram eins og staurblint naut í nautaati og böðlast í öllu og öllum.

VG á móti ESB. Gerir ekkert í málinu.

Framsókn er gleymd og týnd.

Hreyfingin er bara brandari. Sem ekki er hlæjandi að.

Klikkun stjórnmálanna hérlendis er að komast á það stig að nú verður gott fólk að ákveða fyrir þingheim hvað honum er fyrir bestu.

Tvær tillögur eru þar uppi.

1)  Setja liðið á amfetamín.

2)  Setja liðið á rítalín.

Þjóðin á ekki skilið alla þessa endalausu vitleysu.

Hún getur skipt um stjórnmálamenn.

Stjórnmálamennirnir eiga bágt með að skipta um þjóð.

Lausnin er borðliggjandi.

Við þurfum nýtt fólk, algjörlega óbundið á klafa fjórflokksins.

Komi það ekki til skjalanna getum við pakkað saman og hætt þessu hokri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Björn Ísfirðingur; æfinlega !

Loksins; sýnist mér, sem þú viljir nálgast mín sjónarmið - sem ábendingar, sem ég hefi viðhaft, frá öndverðu síðu minnar, þann 29. Apríl 2007 - og reyndar; löngu fyrr.

Sjáum til; hverju þeir kappar (svo fá einir séu nefndir) : Hilmar Jónsson / Jón Valur Jensson - Sveinn Rosenkranz Pálsson og Bjarni Syðri- Grófar búhöldur Pálsson, og aðrir áþekkir gerfi- lýðræðis fylgjendur, kunni að svara þessum skynsömu ályktunum þínum, leggi þeir í hann - hér, á síðu þinni, Björn minn.

Með kveðjum góðum; í útsuður, yfir fjallgarðinn mikla /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 01:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég er sammála hverju orði í þessum pistli - nema þetta með að setja þingmannaliðið á amfetamín eða ritalín. Ekki þykir mér á ástand þess bætandi :)

Lausnin, sem þú nefnir, gæti t.d. falist í því að koma á utanþingsstjórn (skipaða mönnum sem hafa vit á rekstri en ekki pólitík) til bráðabirgða á meðan almenningur stokkar upp flokkakerfið.

Kolbrún Hilmars, 13.1.2011 kl. 12:54

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

En að setja þá bara á róandi? Og þó. Það er víst ekki á drómann bætandi.

Þráinn Jökull Elísson, 13.1.2011 kl. 15:57

4 Smámynd: Björn Birgisson

Það er líklega aðeins fyrir sérfræðinga í undarlegu fólki að finna út hvað hentar best!

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband