"Stjórnir félaganna hafa beint því til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að framfylgja hið fyrsta fyrirheitum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi."
Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Jæja. Ríkisstjórnin lagði upp í sína vegferð með fyrningarleiðina í koffortinu. Sú leið verður aldrei farin að mati fjölmargra sem til málanna þekkja.
Aðrar leiðir hafa verið nefndar, en ekki er full samstaða um neina þeirra.
Ég spái því að þessi ríkisstjórn komi ekki á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi, en hún mun eitthvað krukka í kerfið eins og hún hefur reyndar verið að gera.
Kvótakerfið hefur öðlast sjálfstætt líf, rétt eins og umsóknin um aðild að ESB. Stjórnmálamennirnir okkar ráða ekkert við þessi stóru mál. Standa bara á hliðarlínunni innan um aðra áhorfendur.
Annað.
Það segja mér menn, sem eru mjög fróðir um allt sem snertir kvótakerfið, að mikill samhljómur sé í málflutningi andstæðinga kerfisins.
Sá samhljómur felist einkum í því að þeir sem hæst láta, eigi það flestir sameiginlegt að skilja ekki kerfið og hafa þar af leiðandi ekki hundsvit á því sem þeir eru að segja!
Ætli leynist sannleikskorn í þessu?
VG og Samfylking saman á fundi um sjávarútvegsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf að skoða þessi mál af yfirvegun enda snýr þetta að hagsmunum allra íslendinga. Hér hefur of mörgu verið fórnað fyrir vinsældir.
Eru þetta ríkisstarfsmenn í Reykjavík sem eru að fara að funda þarna? Þurfa þeir að ná einhversstaðar í peninga svo þeir geti skorið vinnuvikuna úr 40 stundum niður í 36?
Bara datt það svona í hug.
Njáll (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.