16.1.2011 | 17:33
Hvort réði ánægjan eða endalaust floppið fundarsókninni?
Ráðherrar og þingmenn Vinstri grænna hafa notað hluta af jólaleyfinu sínu til fundarhalda með sínu fólki á nokkrum stöðum á landinu. Væntanlega til að útskýra eitt og annað sem gerst hefur og gera tilraun til að þjappa liðinu saman.
Eitthvað var veðrið þeim óhagstætt, en engu að síður hlýtur hin mjög svo dræma fundarsókn að vekja upp áleitnar spurningar.
1. Mættu svona fáir af því að stuðningsmenn flokksins eru svo himinlifandi með störf og stefnu VG forustunnar, að þeir telji að ekkert hafi þurft að ræða sérstaklega?
2. Mættu svona fáir af því að stuðningsmenn flokksins eru búnir að gefast upp á allri vitleysunni sem flokkurinn hefur verið að bjóða fólkinu í landinu upp á á undanförnum mánuðum?
3. Eða á bara að skrifa allt á veðrið?
Nú fer þingið að koma saman og það verður spennandi að sjá hvernig VG mun ganga að finna stefnumálin sín, sem þeir glötuðu, eða notuðu sem skiptimynt fyrir ráðherrastólana og völdin sem þeim fylgja.
Ég held að spurning tvö eigi ágætlega við.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur eitthvað spurst út um fundarsókn hjá þeim í gær? (Borgarnes og Akranes) Ég veit að það er fundur hjá þeim í kvöld á Selfossi.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.1.2011 kl. 19:01
Axel Þór, þeir láta mig ekkert vita, undarlegt sem það nú er. Les bara um þetta í Mogganum mínum!
Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.