18.1.2011 | 16:02
Vangaveltur um sumarkosningar og úrslit þeirra
Það er mikið spjallað um þingkosningar um þessar mundir. Ríkisstjórnin stendur í ströngu í erfiðum málum, sem aldrei er hægt að leysa svo öllum líki. Auk þess eru skærur innan VG hægt og bítandi að draga máttinn úr stjórninni. Það kann því að vera stutt í andlátstilkynninguna.
Kosningar í sumar?
Kannski það, en eitt er undarlegt í því sambandi. Það segjast flestir vilja kosningar, en í raun vilja forráðamenn fjórflokksins forðast þær í lengstu lög. Þótt þeir haldi öðru fram. Ítrekað.
VG og Samfylkingin eru nú í skítverkunum og áhugi annarra á að koma að stjórn landsins er nákvæmlega enginn. Ég fullyrði það. Nákvæmlega enginn.
Forðast kosningar? Af hverju?
Jú, það stefnir í hrun fjórflokksins. Ný öfl munu koma fram og sópa til sín fylgi. Fjórflokkurinn hefur nú 60 þingmenn. Ég gæti vel séð fyrir mér að sú tala færi í 45 þingmenn verði kosið á næstu mánuðum.
Það þýðir að ný öfl taka til sín 18 þingsæti. Kannski Hreyfingin þar með talin, bjóði hún fram.
Hvaða öfl munu leggja til rassa til að verma þessi sæti í notalegum þingsalnum?
Hvað þýðir þetta? Læt hugboð mitt og ágiskunarhæfileika um málið! Tek fram að ég hef einu sinni unnið í Getraunum og einu sinni í Lottó. Nokkrar krónur! Oft unnið í Happdrætti Háskólans, en aðeins minnstu fjárhæðirnar!
Kjósum og teljum upp úr kössunum!
Framsókn fær 6 þingmenn. Tapar þremur.
Sjálfstæðisflokkur fær 17 þingmenn. Vinnur einn.
Samfylkingin fær 14 þingmenn. Tapar sex.
Vinstri grænir fá 8 þingmenn. Tapa sjö.
Ný framboð fá 15-18 þingmenn. Vinna stórsigur!
Hvernig ríkisstjórn má svo bjóða ykkur upp á að þessum kosningum loknum? Eru ekki endalausir möguleikar til myndunar betri stjórnar en þeirrar sem nú situr?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi spá er ekkert fráleit. Það eru allir flokkar í steik ..... eða öllu heldur kássu.
*
Ég veiti því eftirtekt að þú telur ekki Hreyfinguna með. Ég á frekar von á því að auk grunnflokkanna fjögurra bætist við tveir flokkar í stað eins.
Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 17:03
Er einkum að tala um fjórflokkinn. Hreyfingin er víst með.
"Það þýðir að ný öfl taka til sín 18 þingsæti. Kannski Hreyfingin þar með talin, bjóði hún fram."
"Ný framboð fá 15-18 þingmenn. Vinna stórsigur!"
Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 17:06
Já afsakaðu, í flýtinum las ég þetta sem "nýtt framboð". Þessi spá getur vel orðið að veruleika og vandast þá málið hvað varðar stjórnarmyndun. En ÓRG sýður eitthvað skemmtilegt saman úr brotasilfrinu.
Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 17:21
Kosningar í sumar tel ég bjartsýnt. VG, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur hafa sína landsfundi í haust og munu reyna hvað þau geta að sjá til að ekki verði kosið fyrr. Framsóknarflokkurinn mun hinsvegar halda sinn landsfund í vor og mun ásamt Hreyfingunni og litlu stjórnmálahreyfingunum reyna sitt besta til að nýta sér sumarið til að koma höggi á hina þrjá.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 17:36
Axel Þór, ertu þá að gefa þér að ríkisstjórnin sé ekki að springa í loft upp?
Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 17:38
Annars skil ég ekki hversvegna Framsókn nær ekki að bæta við sig fylgi verandi í stjórnarandstöðu. Ég held að fylgistap þeirra verði ekki eins stórt og þú spáir Björn, en við höfum greinilega svipaða tilfinningu.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 17:39
Ég er að gefa mér að flokkanir finni einhverja leið...
Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.