18.1.2011 | 18:31
Tilraun Jóhönnu til inngrips í dómsvaldið?
"Forsætisráðherra segir dapurlegt að einu réttarhöldin í tengslum við hrunið sem eitthvað kveði að, séu vegna níumenninganna svokölluðu."
Já, það er dapurlegt, en það mál verður samt að hafa sinn gang úr því sem komið er. Í ítrasta skilningi var þinghelgin rofin og það er alvarlegt mál sem á að ganga alla leið og mun væntanlega gera það og enda með sekt eða sýknu.
Hún er þunn, brothætt og óljós línan á milli framkvæmdavaldsins, dómsvaldsins og löggjafarvaldsins í þessu landi.
Hér talar oddviti framkvæmdavaldsins, sem jafnframt er hluti löggjafarvaldsins og er nánast að senda dómsvaldinu sterk skilaboð sem ekki verða misskilin.
Skiljanlegt kannski, en ósmekklegt af Jóhönnu engu að síður.
Réttarhöldin yfir níumenningunum dapurleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir minni réttlætiskennd ætti að taka þetta mál til dóms sem fyrst, verjendur krefist vægustu refsingar og að dómurinm byggi á því: sem sagt vægasta möguleg refsing og skilorðsbinda hana þannig að hún falli niður að 5 árum liðnum enda brjóti dómþolar ekki aftur af sér.
Mörg fordæmi eru fyrir þessu enda verða sakir að teljast mjög óverulegar og ekki nein rök fyrir hörðum dómi. Fremur mætti móta fordæmi með þessu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2011 kl. 18:46
Mosi, vel má hugsa þetta eins og þú gerir. Sem betur fer fyrir þessa skoðun þína, liggja dómarar Héraðsdóms alltaf yfir blogginu mínu, þannig að þetta kemst fyrir réttu augun, en er ekki gyðja réttlætisins alltaf staurblind, þrátt fyrir lasertæknina?
Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 18:53
Það er ekki heimild fyrir skilorðsbundnu fangelsi vegna þessara brota sem fólkið er ákært fyrir. Það er því að horfa upp á eins til 16 ára fangelsis fyrir að reyna að nota röddina í sér til að ræna völdum á Íslandi miðað við ákæru sem er ekkert annað en tilraun til réttarmorðs af hálfu Alþingis í einhverju manísku hefndarkasti.
Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 18:59
Agnar, treystir þú dómsvaldinu í þessu máli? Ég tel mig skynja að þú treystir ekki ákærendum.
Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 19:03
Ég ber frekar lítið sem ekkert traust til íslenskra dómstóla þegar kemur að hreinum pólitískum málum vegna mála á borð við agreiðsluna á öryrkjadómnum sem var ónýttur af Hæstarétti eftir beiðni frá Alþingi og fleirum slíkum.
Einnig get ég ekki borið traust til dómstóla og dómskerfis þegar kemur að pólitískum málum og innvígðum/innmúruðum þar sem menn á borð við Jón Steinar Gunnlagusson, Ólaf Börk Davíðsson, Þorstein Davíðsson og álíka sem fengið hafa störfin út á klíkuskap og flökkskírtein.
Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 19:59
Sjálfstæðisflokkurinn og dómsvaldið. Á sú spilling nokkuð við hér?
Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 21:12
Björn minn góður!
Nú er ég ekki sammála þér , að Gjaldborg Tjaldborg megi ekki tjá sig um þetta mál , ef þessi fullyrðing þín á rétt á sér , þ.e. er rétt skv. réttarfarinu (siðferðinu) , mátti þá nokkuð Bessastaðatrúðurinn tjá skoðun sína á þessum líka fínu vegum á Vestfjarðakjálkanum , um árið sárið , þegar sá er heilsar að sjómannasið , þ.e. sá laushennti úr Eyjum sami og verslaði við Byko og lét Þjóðleikhúsið blæða , skammaði Bessastaðatrúðinn fyrir að tjá sig . M.ö. o. mín skoðun er sú að Bessastaðatrúðurinn og Gjaldborg Tjaldborg eru jafnsaklaus , og hafa fullan rétt á að tjá sig hvar sem er og hvenær sem er , málið er að réttarkerfið á að innihalda menn er taka ekki ákvarðanir samkv. skoðunum fólksins í landinu , heldur eftir lagabókstafnum .
En meðal annarra orða , hvað fynnst þér um þá staðreynd , að níumenningarnir , fólkið sem hjálpaði okkur stórlega við að moka út úr skíthúsinu , er fyrsta fólkið sem virðist eiga að dæma vegna hrunsins , jú þetta var nú einu sinni í hruninu og ég ætla að leifa mér að fullyrða að skíturinn í haughúsi þjóðarinnar (Þjóðarleikhúsinu) hafi , sé , og verði aldrei saklaus af hruninu , þó svo að skíturinn "viti" betur , enda allir "SAKLAUSIR" ef ekki blásaklausir ?
Hörður B Hjartarson, 18.1.2011 kl. 23:08
Hörður B. Hjartarson , þú þarft ekki að vera sammála mér um neitt og ég þarf ekki að vera sammála þér um nokkurn hlut. Ég veð bara áfram eins og tarfur í forarflagi. Skoðanir mínar eru ekki allra og það finnst mér ágætt. Ég skrifa alltaf beint frá hjartanu og átta mig ágætlega á því að ekki er allt þar fyrir hjartveika eða vænisjúka. Menn verða að taka skrifum mínum af karlmennsku og bregðast við sem sem slíkir.
Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 23:36
Ekki finnst mér vera nein skynsemi í hjali þeirra sem vilja taka hart á þessum „afbrotum“ ungmennanna. Eru þetta ekki eins og hver önnur bernskubrek? Við eigum ekki að íþyngja dómstólum of mikið, hafa þeir ekki nóg á sinni könnu nú þegar? Fjársvik, misnotkun valds, spilling, blekkingar... eru þetta ekki orðin sem hæst ber eftir syndafallið? Ekki er rétt að lögregla og dómstólar séu að eyða fyrirhöfn og tíma í annað en að rannsaka og dæma það sem máli skiptir.
Sýna ber þeim miskunnsemi sem vildu sýna í verki að hafa réttlætiskennd gagnvart spillingunni.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2011 kl. 00:16
"Sýna ber þeim miskunnsemi sem vildu sýna í verki að hafa réttlætiskennd gagnvart spillingunni."
Var það einvörðungu svo?
Blessuð saklausu lömbin?
Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.