Þorpum fækkað í boði Hafró?

"Flateyringar kveiktu á neyðarblysum við höfnina í bænum í gær, en það var táknrænt ákall til yfirvalda um að þau ráðist sem fyrst að rótum vandans sem hrjáir mörg þorp á landsbyggðinni í dag."

Hvaða vandi er það? Aðallega skortur á fiskveiðiheimildum. Af hverju? Þar kemur tvennt til.

Kvóti var seldur burt af svæðinu og á leigðum kvóta geta fá fyrirtæki rekið sig réttu megin við núllið. Engir aurar til að kaupa kvóta. Svo er það samdrátturinn í leyfðum veiðum. Hann er gífurlegur.

Fyrir nokkrum árum veiddu Íslendingar 400 þúsund tonn af þorski. Nú má veiða um 160 þúsund tonn. Þessi rosalega skerðing hefur verið ákveðin eftir ráðgjöf frá Hafró, sem aðilar sjávarútvegsins hafa oft sett spurningarmerki við.

Miðað við þessar tölur þarf ekkert að koma á óvart að frystihúsum og verkunarstöðvum fækki á landsbyggðinni. Skipum fækki sömuleiðis og þar með störfum sjómanna og landverkafólks.

Það sem verra er, þessar tölur bera það með sér að litlum þorpum fækkar líka. Hægt og bítandi líða þau undir lok. Eðlilega flýr fólkið atvinnuleysið. Reyndar eru þeir til sem segja að fækkun smáþorpanna sé af hinu góða. Þau séu mörg hver glataðar rekstrareiningar. Það er önnur saga.

Lítil dæmisaga.

Bóndi nokkur átti 40 kýr og honum var falið að sjá litlu þorpi fyrir mjólk, enda eini bóndinn á svæðinu. Einn morgun kom hann að 24 kúm steindauðum í fjósinu, en eftir stóðu 16 mjólkandi kýr. Ekki voru ráð til að fjölga í fjósinu. Mjög alvarlegur mjólkurskortur varð í þorpinu og fólkið flýði burt.

Svona er staðan og það er einföldun að kenna kvótakerfinu alfarið um stöðu mála. Alveg eins og það væri hæpinn sannleikur og villandi að segja:

Þorpum fækkað á landsbyggðinni í boði Hafró.


mbl.is Neyðarblys á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn minn, umgengninni um fiskimiðin er um að kenna að flestar mjólkurkýrnar eru dauðar!

Frjálsar smábáta eða handfæraveiðar myndu leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslands,

stóraukinn smábátaútgerð myndi líka leysa umgengnisvandann um fiskimiðin og miðin færu

að gefa þjóðinni meiri afla og tekjur!

Aðalsteinn Agnarsson, 19.1.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, ef handfæraveiðar verða gefnar frjálsar eiga þá fiskimennirnir að greiða eitthvað fyrir aðganginn að miðunum?

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 17:58

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Já, ekki málið Björn minn.

Aðalsteinn Agnarsson, 19.1.2011 kl. 21:47

4 Smámynd: Björn Birgisson

Takk

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband