Ein skuggahlið kvótakerfisins

"Sagði Ólína að Eyraroddi hefði verið settur á stofn til að bjarga byggðarlaginu þegar útgerðarmaðurinn á staðnum seldi allan sinn kvóta og flutti suður fyrir þremur árum. Þar með hefðu 90% aflaheimilda byggðarlagsins runnið út af  svæðinu."

Athyglisvert. 90% er býsna hátt hlutfall. Fjandakornið ekkert eftir!

Hugsum okkur mann sem vinnur hjá góðgerðarsamtökum. Þau safna 100 tonnum af matvælum til að dreifa meðal fátækra og sveltandi. Fá matvælin öll gefins frá gjafmildum fyrirtækjum og einstaklingum.

Okkar manni er treyst til að sjá um dreifinguna til hinna sveltandi.

Svo kemur í ljós að honum var ekki treystandi, því hann seldi 90 tonn og stakk ágóðanum í rassvasann. Útbýtti aðeins 10 tonnum til hinna sveltandi með hörmulegum afleiðingum.

Hvað er við hæfi að kalla slíkan mann?

Datt þetta bara í hug.

Annað.

Hvað er við hæfi að kalla þann sem selur 90% af kvóta þorps út úr þorpinu, vitandi vel að afleiðingarnar yrðu skelfilegar fyrir samborgarana?

Var þetta kannski hinn upprunalegi gjafakvóti?

Ef svo er, þá fyrst verður þetta virkilega ljótt!


mbl.is Vandamál Flateyrar kvótanum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Yndislegt kerfi, kvótakerfið.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.1.2011 kl. 18:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Hörður, sumum finnst það hreint út dásamlegt, en sá hópur er ekki fjölmennur. Ertu í útgerð?

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 18:16

3 identicon

http://rsf.is/sida/heild_-_sidasta_uppbod 

á hvaða forsendum ætli þetta gjaldþrot sé í raun?  getur verið að Eyraroddi sé ekki samkeppnishæfur í þessari grein?  getur verið að það eigi við um aðrar greinar að fyrirtæki séu ekki samkeppnishæfar?  á ekki bara að hafa allt eins og ólympíuleikana að svo lengi sem þið getið ekkert þá er það ok að þið séuð með bara svona til þess að hafa hlutina "allir með og ruslið líka" ?

hvernig væri að spyrja sjálfan þig að því hvernig stendur á því að eyraroddi getur ekki keypt fisk á fiskmarkaði eins og önnur fyrirtæki.  Getur það verið að fyrirtækið sé ekki samkeppnisfært?  hverju er um að kenna?  kannski staðsetning fyrirtækissins? 

Allavega væri gott að þú farir ekki að skjóta þig í fótinn með staðhæfingum eða samlíkingum sem eru útí hött :)

Kv frá Dalvík.

prakkari (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:19

4 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, ég minntist ekki einu orði á Eyrarodda, stöðu fyrirtækisins eða getu. Ég var aðeins að velta þessari 90% (skv. Ólínu) kvótasölu fyrir mér.

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 18:41

5 identicon

með því að koma með samlíkingu sem á sér enga hliðstæðu?  ok þú starfar í tryggingum?  hvernig væri að ef það kæmu nú 2 ný tryggingarfélög fram á sjónarsviðið og settu þau sem eru nú starfandi á hausinn, færi ólína þá að grenja?  Landbúnaður.  Þar þarf að kaupa kvóta þar sem mjólkin er víst sett á lítramæli og lambakjötið má ekki vera of mikið í stakk sniðið svo ekki þurfi að urða það.  Hélt MEIR AÐ SEGJA AÐ VINSTRA FÓLK KANNAÐIST VIÐ MARKAÐSLÖGMÁL. 

NEI BARA DJÓK, VINSTRA FÓLK SÉR EKKI AÐ EIGIN NEFI

prakkari (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 19:02

6 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Bara rétt reynt við marhnút.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.1.2011 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband