19.1.2011 | 19:17
Bylting barnaleikur á Íslandi?
Þegar horft er á myndir frá mótmælunum á Austurvelli, sérstaklega þeim fjölmennustu, fer ekki hjá því að margt fljúgi í gegn um hugann. Til dæmis þetta: Hvað þyrfti fjölmennan hóp vaskra manna og kvenna til þess hreinlega að gera byltingu og ræna völdum í landinu?
50 manns? 75 eða hundrað? Fleiri?
Hvað væri til varnar ef slík hugmynd fæddist í fullri alvöru og látið yrði reyna á hana?
Óvopnuð lögreglan? Nei, alls ekki. Kylfur og piparúði valda bara aðhlátri vopnaðra manna.
Landhelgisgæslan? Ekki smuga.
Víkingasveitin? Já, kannski ef hún kemst á kreik. Veit ekki um fjölda meðlima þar. Þeir eru varla margir. Ætli það væri ekki auðvelt að koma hlutum þannig fyrir að þeir kæmust ekki á vettvang. Loka þá bara inni heima hjá sér á víð og dreif um borgina!
Hertaka Stjórnarráðið, Alþingi og helstu fjölmiðla. Hvað þarf marga menn með byssur til þess?
Ekki marga.
Vopnuð bylting á Íslandi yrði líklega sem barnaleikur fyrir sæmilega skipulagða fagmenn með viljuga fótgönguliða með sér.
Hvað svo?
Kæmi NATÓ á vettvang til að "frelsa" þjóðina?
Varðar NATÓ eitthvað um okkur? Kannski, en eingöngu út frá eigin hagsmunum, ekki okkar.
Ja hérna
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sérsveitin telur um 50 manns, almennir lögreglumenn hafa einhverja þjálfun í notkun skotvopna og eitthvað vopnabúr mun vera til fyrir almennu lögregluna.
Hinsvegar skilst mér að öryggisgæsla í kring um samskipta- og stjórnstöðvaaðstöðu lögreglunnar sé mjög veik þannig að það er spurning hvort lögreglan gæti nokkurn tíman fylkt liði sínu til varnar ef reynt væri að gera byltingu. Kannski 30-40 manna einbeittur hópur búinn venjulegum rifflum og haglabyssum væri nóg til að setja lögmæt stjórnvöld af.
Hitt er svo annað mál að hópurinn væri ekki þar með búinn að taka völdin sjálfur. Hann þyrfti töluvert víðtækan stuðning og einhverskonar tilkall til lögmætis ef hann ætlaði að ná stjórn á landinu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 19:59
Ertu með Hans?
Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 20:11
Ætli ég segi ekki pass. Er meira fyrir teoríur en athafnir, svona almennt.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 20:37
Hans, við þurfum hugsuði líka! Væri ekki frábært að fá 5000 kall á tímann, bara fyrir að hugsa! Þú gætir orðið umboðsmaður allra teorískra hugsuða í landinu! Fínt djobb og frítt kaffi!
Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 20:48
Hm.. athyglisverð "pæling" og já, það gæti tekist að taka yfir um stundarsakir, helstu stofnanir þjóðarinnar, með ákveðnum og vopnuðum hópi, en aðeins um stundarsakir, og þetta yrði ekki bylting, heldur valdarán, því í landi eins og Íslandi, er ekki hægt að gera byltingu í sínum rétta skilningi, nema með samþykki og vilja meirihluta þjóðarinnar, og sú samstaða er ekki fyrir hendi, held ekki að landið yrði svo betra að lifa í á eftir, með margelfdri löggæslu, hlerunum og öðrum njósnum á einstaklinga og jafnvel heimavarnarliði :(
Skal viðurkenna að mér flaug einmitt álíka í hug, þegar fjölmennast var á Austurvelli, að þetta gæti endað með valdayfirtöku til styttri og/eða lengri tíma, en svo áttaði ég mig á því að þessi stóri hópur átti eiginlega ekkert sameiginlegt nema reiðina, ástæðurnar fyrir reiðinni voru svo aftur fjöldamargar, að ekki sé talað um lausnirnar :(
En annarskonar byltingu er hægt að gera, en hún byrjar og endar með okkur sjálfum, hugarfarsbreytingu og samtakamætti við að gera sjálf og krefja kjörna fulltrúa til að gera samfélagið eins og við viljum að sé. (þegar við erum orðin sammála um hvernig) nýta samaflið sem kom í ljós við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave ;)
En nú varð ég alltof háfleygur hérna Björn ! sérstaklega þar sem þú ert að öllu líkindum bara að gantast. :)
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 19.1.2011 kl. 21:26
Kristján Hilmarsson, ég þakka þér þetta frábæra innlit! Mér finnst gaman að skrifa, en viðbrögðin eru mér langt um kærari. Hvort heldur ég er skotinn í kaf, eða sendur á einhverja sporbraut, þar sem ég er líklega best geymdur!
Ég að gantast? Það væri þá eitthvað nýtt!
Ertu sá sem ég held að þú sért?
Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 21:37
Menn eru aldrei það sem maður heldur að þeir séu.
Hörður Sigurðsson Diego, 19.1.2011 kl. 23:10
Hörður, var ég að tala við þig?
Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 23:15
Ég hef tekið hugarleikfimi á þessari hugmynd nokkrum sinnum og vill meina að þú þurfir að lágmarki 200 - 300 manns. Þegar lögreglan hefur verið sem fjölmennust hafa þeir verið hátt í 100 og þú þarft 3 einstaklinga á móti hverjum lögreglumanni ef skipulagning byltingar/valdatöku er góð. Ef við erum hinsvegar að hugsa um eitthvað sem gerist óundirbúið þarf líklega mun fleira fólk.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.1.2011 kl. 08:50
Það þarf nokkur þúsund manns til að bylting af þessu tagi heppnist, þá þarf engin vopn af neinu tagi nema bros og blóm. Ég á ekki von á öðru en þjóðin muni styðja þá byltingu. Ég væri meira en tilbúin til að taka þátt í skipulagningu slíkrar byltingar.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 20.1.2011 kl. 11:36
Bara gaman Björn ! skrifa pínu sjálfur inn á milli og kommenta hjá þér og öðrum, þau heima hundleið á rausinu í mér, svo ég fæ útrás hér og svo er margt skrítið og gaman að lesa hér á bloggunum.
En hver þú heldur að ég sé ?? Ja hver heldur þú að ég sé ? ég átta mig ekki á þér, aldurinn er farinn að gera man ómannglöggan, samt sú staðreynd að maður er búinn að búa erlendis í yfir 25 ár.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 21.1.2011 kl. 17:06
Erlendis? Þá veit ég ekkert hver þú ert Kristján. Þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.