20.1.2011 | 10:36
Skipulögð árás á Alþingi?
"Um hafi verið að ræða fyrirfram ákveðna árás, ekki hafi verið um hlutdeildarbrot að ræða gegn 100. gr. almennra hegningarlaga en fullframið í samverknaði. Með engu sé hægt að fella árásina undir hegðan mótmælenda fyrir utan þinghúsið."sagði Lára V. Júlíusdóttir m.a. í morgun.
Þessi frétt kom mér á óvart. Undirbúningsfundur í Iðnó? Skipulögð árás?
Ef málflutningur Láru V. Júlíusdóttur, sem greint er frá í fréttinni, á við rök að styðjast er vandséð hvernig fólkið á að sleppa frá þessu máli án þess að fá á sig dóma.
Saksóknari sagði um fyrirfram ákveðna árás að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Lára sagði að fólkið, um þrjátíu manns, hefði komið saman í Iðnó kl. 15 umræddan dag og skipt með sér verkum áður en gengið var að þinghúsinu. Einn nímenningana fékk það verkefni að halda hurðinni opinni til að hleypa öðrum inn. Annar hafi haldið þingverði föstum, þannig að hann gat ekki kallað eftir hjálp."
Ef þetta er rétt get ég ekki séð hvað vörn þetta fólk hefur í máli þessu.
Tómas H Sveinsson, 20.1.2011 kl. 11:05
Var sem sagt öryggi Alþingis hætta búin, vegna þess að mótmælendur komu sér saman um að "trufla störf" ?
Skipulögð mótmæli - jafnvel truflandi mótmæli - eru ekki það sama og skipulögð "árás".
Þetta er neyðarlegt og skammarlegt.
Hvað á þá að kalla eggjakastið mikla sl. haust, þegar fólk grýtti eggjum í þingmenn? Enginn var handtekinn eða ákærður fyrir það. Æ nei, það var víst "venjulegt fólk" sem stóð fyrir þeim, ekki helvítis anarkistar.
Skeggi Skaftason, 20.1.2011 kl. 11:48
Getur einhver sagt mér út af hverju níumenningarnir eru bara átta?
Hörður Sigurðsson Diego, 20.1.2011 kl. 11:52
Eru það friðsöm mótmæli að halda þingverði og eða beita hann ofbeldi?
Það að kasta eggjum í einhvern húskofa er allt annað mál en að ráðast á fólkið inni í kofanum.
Það að nímenningarnir séu bara átta eru góðar fréttir þá er einu fíflinu færra.
Ráðsi, 20.1.2011 kl. 12:01
Svona til samanburðar:
Össur vitnaði í gær og sagði frá sinni fyrstu ræðu á Alþingi. Þá ruddist mjög stór hópur háskólastúdenta inn á þingpalla eftir mikinn undirbúning um hvað gera skyldi. Össur sagði það miklu stærra mál í sniðum en þessi "barnabrek" níumenninganna. Uppreisnarflokkur Röskvu undir leiðsögn formannsins Össurar- fékk ekki einu sinni tiltal- utan heima hjá þeim. Vegsemdinni er misskipt
Sævar Helgason, 20.1.2011 kl. 12:14
Þetta er leiðinda mál og það er lélegt að dómstólar skuli ekki vera búnir að afgreiða það fyrir löngu. Þá væru sakborningar búnir að afplána sínar refsingar núna og málið gleymt. Þetta er svona mál sem eitrar út frá sér.
Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 12:17
Af hverju eru nímenningarnir ekki þrjátíu? Voru það ekki þrjátíu manns sem reyndu að komast uppá þingpallana þennan dag, í þessum hóp? Af hverju eru níu pikkuð út? Ekki héldu þau öll þingverðinum?
Ráðsi: Ég sagði alls ekki að þetta væru friðsöm mótmæli, það held ég enginn hafi sagt. Ófriðleg mótmæli mætti jafnvel kalla þetta. En að kalla þetta "árás á Alþingi" og nánast flokka sem valdarán, er fíflalegt.
Skeggi Skaftason, 20.1.2011 kl. 12:54
Jú Skeggi, valdarán er öndvegisorð í þessu sambandi því níumenningarnir gorta af því út um allan bæ að markmið þeirra hafi einmitt verið að flæma löglega ríkisstjórn frá völdum. Í tukthúsið með þetta pakk og engar refjar.
Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 18:08
Baldur, þú ert herskár í þessu máli þykir mér. Svo sem ekki einn um það. Hvað viltu hafa "pakkið", sem þú nefnir svo, lengi á Rimlastöðum?
Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 18:58
Ein vika er kappnóg til að kenna þeim mannasiði. Svo greiða þeir skaðabætur þeim sem þeir bitu á barkann eða spörkuðu niður.
Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 19:11
Hm .....................
Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.