Bannað að toga í gesti

"Þá sagði Ragnar að þingverðirnir hafi farið út fyrir valdsvið sitt umræddan dag. Þeir séu ekki lögreglumenn og eigi aðeins að miðla upplýsingum en ekki toga í gesti Alþingis. Aðgerðir þeirra hafi því verið ólöglegar."

Alveg er tilvitnaður texti hér að ofan kostulegur.

.............. ekki toga í gesti Alþingis!

Gesti!?

Er algengt að gestir birtist grímuklæddir með ópum og óhljóðum og lendi í átökum við húsráðendur?

Aðgerðir þingvarðanna hafi því verið ólöglegar!!

Þeir hljóta þá að fá á sig kæru bölvaðir þrjótarnir!

 


mbl.is Árás á Alþingi ekki rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Stendur það einhvers staðar að þingverðir megi ekki toga í gesti Alþingis?

Hörður Sigurðsson Diego, 20.1.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli það standi ekki einhvers staðar að þeir eigi að bjóða gesti velkomna með handabandi og léttum kossi á kinn!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 14:54

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er engin áskilnaður um sérstakan klæðnað þegar gestir heimsækja þingpalla og þeir voru opnir þennan dag og þeir eiga alltaf að vera opnir og það er ástæða fyrir því. Kjósendur eiga að geta fylgst með starfi löggjafarsamkomunnar til að veita því aðhald. Af sömu ástæðu  fara réttarhöld fram fyrir opnum tjöldum. Þingverðir eiga ekki að skipta sér af klæðnaði gesta. Hlutverk þingvarða er aðallega að leiðbeina fólki upp á pallana og biðja gesti að slökkva á farsímum.

Einar Guðjónsson, 20.1.2011 kl. 15:05

4 Smámynd: Björn Birgisson

Einar, takk fyrir þessar góðu upplýsingar.

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 15:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, ég verð að fá að taka undir þakklæti þitt fyrir þessar góðu upplýsingar um hvað þingverðir eiga að gera og hvað ekki.

Nú vantar bara samskonar útskýringar á því hvað gestir Alþingis eiga að gera og hvað ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 15:14

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þetta er allt að skýrast, en tekur vitanlega sinn tíma.

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 15:19

7 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ætli gestir megi toga í þingverði?

Hörður Sigurðsson Diego, 20.1.2011 kl. 15:45

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, ég hingdi í einn þeirra, en gat ekkert togað upp úr honum um þetta.

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 16:10

9 identicon

Þarna komstu upp um þig Björn,þú hringdir semsagt í þingvörð og fékkst engar upplýsingar.Kanntu annan brandara,sennilegast er þessi þingvörður sem þú getur hringt í verið að rugla í þér undanfarið,og það útskýrir heift þína í garð níumenningana.

Númi (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 17:37

10 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, heift mín í garð níumenninganna hefur algjörlega farið fram hjá mér! Hins vegar fór heift þeirra, þennan örlagaríka dag, ekki fram hjá neinum. Svo skiptir afstaða mín til þeirra ekki nokkru máli. Málið er nú í höndum þriggja reyndra dómara, sem ég ætla rétt að vona að sé treystandi. Ef ekki, er fokið í flest skjól! 

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 17:47

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning Ragnars er mjög dæmigert um svonefndan „júrídiskan hugsanahátt“. Ein hliðin á starfi lögmanna er að rýna í lagatextann, finna út tilgang lagagreinarinnar og túlka hana þannig að toga megi til og frá inntak greinarinnar. Sama má segja um „smugurnar“ sem margir sleppa gegnum. Þannig er lagaumhverfi Evrópusambandsins mjög þéttriðið og nákvæmt einmitt til þess að þrengja möskvana og loka smugum.

Er það tilviljun að þeir sem hrópa hæst gegn aðild að EBE séu grjótharðir hægrimenn? Svo virðist sem þeir vilji halda öllum smugum opnum og sem víðustum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2011 kl. 18:40

12 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, Mosi minn, ertu kominn í pólitíska gírinn enn einn ganginn?

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 18:56

13 identicon

Númi,  Björn Birgisson svarar ekki spurningum sem eru óþægilegar hans skoðunum eða hann fer undan flæmingi.  Þykist ekkert kannast við sín skrif jafnvel en þó eru þau birt af hans hálfu sem er furðulegt að bera svo við alzheimer.

prakkari (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband