Spá um úrslit í baráttu norrænu víkinganna

"Ísland og Noregur hafa aðeins einu sinni mæst á heimsmeistaramóti í handknattleik, en önnur rimma þjóðanna á HM fer fram í Linköping í Svíþjóð í kvöld þar sem er til mikils að vinna fyrir báðar þjóðir.

Á heimsmeistaramótinu í Kumamoto í Japan árið 1997 mættust frændþjóðirnar þar sem Íslendingar fögnuðu sigri, 32:28, í leik um að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Norðmenn voru tveimur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 15:13, í þeim síðari hrökk íslenska vörnin í gang og hún lagði grunninn að sigrinum." segir mbl.is

Ég spái jafntefli í kvöld eftir mikil átök í háspennuleik.

24-24.

Fínt að fara með þrjú stig í milliriðilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

33-28 fyrir Ísland, ekki spurning.

Annars, þá skal ég .............

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2011 kl. 17:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar minn, ég vona að þú sért betri spámaður en ég!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 17:34

3 Smámynd: Björn Birgisson

12-12 í hálfleik! Ætlar spáin mín að rætast? Ómar, farðu með nokkrar Maríubænir! Þær virka alltaf!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 19:06

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar minn, til hamingju með sigurinn! Fórstu með bænirnar sem ég bað þig um?

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 19:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ennþá betra Björn, ennþá betra.

Í upphafi seinni hálfleiks á móti Austurríki, þá þurfti ég að keyra annan son minn heim, og missti af tíu mínútum, þeim mínútum sem Íslendingar snéru leiknum sér í vil.

Í dag, þá notaði ég tækifærið þegar stóri bróðurinn minn sem býr í Svíþjóð hringdi í mig í hálfleik, að ég fór að skamma hann fyrir trúgirni í ICEsave málinu, og þar með komst ég ekki úr símanum fyrr en 12 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, því ég er svo langorður, þegar ég kemst á flug.

Og þú veist hvað gerðist á þessum 12 mínútum, leikurinn snérist okkur í hag.

Spurning hvað ég geri næst.

En takk sömuleiðis, þetta var sætur sigur, og gaman að vera til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2011 kl. 21:24

6 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 21:27

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, ertu áskrifandi að Stöð 2 og kannski Stöð 2 Sport líka?

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 21:29

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Björn, það er ekki svo gott.

Við strákarnir fengu fjárveitingu hjá konunni fyrir enska í des, og fáum hann aftur í maí.  Annars eru það bara vinir og ættingjar.

Bróðir minn er áhugamaður númer eitt um handboltann (ásamt líklegast þúsundum annarra) og hann tók sportið núna í janúar, við horfum saman eins og við höfum gert í á annan áratug, þetta er ekki íþrótt sem maður horfir einn á.

Svo skal ég alveg játa, að eitt af örfáum prinsippum mínum  er að gera ekki einkaeitthvað til geðs, að elta þá yfir þegar þeir kaupa svona.  Prinsipp sem hélt alveg þangað til að strákarnir fóru að þrýsta á, ætli maður verði ekki með enska í áskrift á næsta ári, maður er að sjá allt upp á nýtt þessi árin, alveg ótrúlega mikil skemmtun að sjá menn elta bolta.

Og ekki skemmir þegar guttarnir útskýra fyrir manni það sem er að gerast inn á vellinum, þeir urðu sérfræðingar eftir HM í sumar, þó ekki orðnir sex ára.

Héðan batnar þetta bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2011 kl. 22:14

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, það er dásamlegt að eiga fjölskyldu. Þú ert lánsamur maður! Góður og léttruglaður Íslendingur. Nákvæmlega að minni uppskrift!

Bestu kveðjur frá Grindavík.

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband