Koma svangir munnar að búrinu tómu í mestu gullkistu Íslands?

"Hafrannsóknastofnunin leggur nú til, að leyfilegur hámarksafli af loðnu á yfirstandandi fiskveiðiári verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er það 125 þúsund tonna aukning frá fyrri tillögu."

Þetta er fín frétt fyrir útgerðirnar, sjómennina og atvinnulífið í landinu.

Af hverju kemur engin svona frétt af stórauknum kvóta varðandi þorskinn? Það er fréttin sem allir eru að bíða eftir! En loðnufréttin er ágæt.

Þeir eru þó til sem fagna henni ekki. Benda á að loðnan sé afar mikilvægur hlekkur fæðukeðjunnar í hafinu umhverfis landið og þess vegna beri að fara mjög varlega í loðnuveiðarnar.

Ég býst við að Hafró telji sig vera að fara nokkuð varlega, þrátt fyrir þessi 325 þúsund tonn, sem brædd verða og fryst. Að ógleymdri hrognatökunni.

Ekki er líklegt að undir sjávarmálinu komi svangir munnar að búrinu tómu í mestu gullkistu Íslands.


mbl.is Tillaga um aukinn loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Loðnan er stuttan tíma á ári.

Sigurður Þórðarson, 24.1.2011 kl. 13:52

2 identicon

og....hún fer hratt hjá og drepst lengstíburtu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 17:27

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Vertíðarþorskurinn fylgir loðnugöngunum og þarf að belgja sig út af henni til að skila af sér góðum og lífvænlegum hrognum. Já loðnana drepst eftir hrygningu og verður þá líka  mikilvæg fæða fyrir hræætur hafsins. En ný kynslóð af loðnu kemur frá hrygningunni og fer fljótt að verða æti  fyrir fiska og fugla. Ungloðnana flýgur ekki norður fyrir land þar sem hún tekur út þroskann.

Þórir Kjartansson, 25.1.2011 kl. 00:13

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

þið gleymið mikilvægu máli, ef mikið af loðnuni nær að hrygna, þá eru loðnuseyði út um allan sjó,

langt fram á sumar, þau eru mikilvægt æti fyrir alla fiska.

Aðalsteinn Agnarsson, 25.1.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband