Hæstiréttur Íslands er nánast að segja okkur að sérhverjar kosningar í heiminum séu ógildar

"Sex dómarar Hæstaréttar fjölluðu um málið og stóðu þeir allir að ákvörðuninni um að ógilda kosninguna."

Hvaða sex dómarar voru það? Einhverjir sem eru að þakka fyrir sína pólitísku skipan í embættið?

Það voru víst þessir: Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson.

Er kannski kominn 1. apríl? Þetta hlýtur að vera tóm lygi hugsaði ég þegar ég sá fréttina.

Ekkert þýðir víst að deila við dómarana, hversu vitlausir sem þeir sýna sig vera, en skuggalega bjánalegur er úrskurður Hæstaréttar um að ógilda kosningar til Stjórnlagaþingsins.

Er ekki heil brú í þessum mönnum?

Hér er hlægilegur tittlingaskítur tekinn fram yfir mikla hagsmuni þjóðarinnar. Það sem meira er, fyrstu almennu kosningar til Stjórnlagaþings á Vesturlöndum úrskurðaðar ógildar vegna svo smávægilegra tæknigalla við framkvæmd að undrun sætir.

Hvað heldur fólk að margir svona smávægilegir gallar komi fram í kosningum stórþjóðanna? Að ekki sé nú minnst á þjóðir sem ekki standa jafn traust lýðræðislega og til dæmis við.

Mér finnst eins og Hæstiréttur sé að setja sig á einhvern mont og bjánastall og ég dauðskammast mín sem Íslendingur fyrir þetta asnastrik.

Hæstiréttur Íslands er nánast að segja okkur að sérhverjar kosningar í heiminum séu ógildar.

Lengi verður skammar Hæstaréttar Íslands minnst í þessu máli.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn minn" ertu nokkuð að fara á límingunum. kv Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.1.2011 kl. 17:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig dettur þér slík vitleya í hug, Eyjólfur minn? Ertu ekki þokkalegur sjálfur?

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 17:17

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það getur verið "tittlingaskýtur" í þínum augum Björn, að farið sé að lögum.

Hvað þú átt við með fyrirsögninni er erfitt að átta sig á, annað en að ef kosningar um heim allann séu ekki eftir lögum viðkomandi lands, séu þær óllöglegar. Vissulega er svo. Það geta verið lönd og eru örugglega fjölmörg sem láta sinar kosningar stangast á við eigin lög, það segir þó ekki að við þurfum að apa vitleysuna upp eftir þeim!!

Gunnar Heiðarsson, 25.1.2011 kl. 17:17

4 identicon

Vegna þess að bannað var að brjóta seðilinn saman, þá segir hæstiréttur að kosningin sé ólögleg. Tínir auk þess til nokkur önnur álíka ómerkileg smáatriði.

Það er þessi hæstiréttur sem er vanhæfur, enda handvalinn af gjörspilltum stjórnmálamönnum.

Það hefði engu breytt um niðurstöðuna, þó svo að kjörklefarnir eða kjörseðlarnir hefðu verið öðruvísi.

Doddi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:25

5 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar minn, ég er ekki að tala um stórvægileg brot á lögum. Ég er að tala um smávægilega hnökra í framkvæmd kosninganna. Heldur þú að þá megi ekki finna í flestum kosningum, ef nógu grannt er leitað og viljinn til leitarinnar stjórnast af blindu pólitísku hatri? Til þess eins að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Af hverju heldur þú að þessir þrír hafi kært?

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 17:27

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, þetta er með ólíkindum. Fyrst hélt ég að fréttin væri mislukkað djók.

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 17:28

7 Smámynd: Ari Jósepsson

Þetta er alveg furðulegt alveg

Ari Jósepsson, 25.1.2011 kl. 17:40

8 identicon

Mér finnst ótrúlegt að þessi tækniatriði þurfi að ógilda kosningu 25 manna til stjórnlagaþings og líklega leggja það niður, en lög eru lög.  Út á dómarana hef ég ekkert að setja, þeir dæmdu eins vel og fagmannlega og þeir gátu, en mér finnst þetta stórfurðuleg niðurstaða og dapurlegt að það þurfti annaðhvort að kjósa upp á nýtt eða blása þingið af þegar búið var að eyða hundruðum milljóna í þetta.  Mjög dapurlegt.

Skúli (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:43

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er grundvallar atriði í öllum kosningum um allan heim að það sé EKKI hægt að rekja atkvæði til þeirra sem kjósa, það var hægt í þessu tilviki og frekar auðvelt meira að segja. Það eitt er meira en nóg.

Teitur Haraldsson, 25.1.2011 kl. 20:46

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Lýðræði kostar og þarf að gera rétt!

Teitur Haraldsson, 25.1.2011 kl. 20:47

11 identicon

Aðalvandamálið sem stjórnlagaþing hefði þurft að afgreiða, og mun fyrr eða síðar vera afgreitt með einhverju hætti , er að það þarf tæra og algjöra þrískiptingu ríkisvaldsins eins og heimsins mestu lýðræðisríki hafa. 

Í Bandaríkjunum eða Frakklandi væri Jóhanna Sigurðardóttir í fangelsi ásamt öllum ábyrgum ráðherrum og þingmönnum fyrir Lýsingarmálið, en þar greip þingið fyrir hendurnar á Hæstarétt. 

Í Lýsingarmálinu stóð ríkisstjórnin með auðvaldinu á kostnað hundruða heimila sem annars hefðu ekki orðið gjaldþrota og sýndi þar sitt rétta andlit. 

Þessi ríkisstjórn hafði aldrei áhuga á Þrískiptingu ríkisvald eða nokkrum öðrum góðum uppástungum stjórnlagaþing, hvað sem hún þykist nú, þá hefði hún ekki hrækt svona í andlitið á Hæstarétti og fólkinu í landinu um leið. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um hvernig ríkisstjórnin hefur brotið á rétti fólksins í trossi við dóma Hæstaréttar.

Hér lyktar allt af samsæri og ólöglegu ráðabruggi. Stjórnlagaþing átti aðeins að vera "ráðgefandi", og góðum hugmyndum eins og þrískiptingu valdsins átti að henda út, en í til dæmis Bandaríkjunum færi Obama sjálfur í steininn ef hann sýndi Hæstaréttardómara viðlíka fyrirlitningu og Jóhanna gerði með sínum einræðistilburðum í Lýsingarmálinu sem gerði hundruði heimila gjaldþrota út af verndarhendi þeirri sem ríkisstjórnin hélt yfir auðvaldinu.....

Það er því augljóst að góðar ábendingar þessa þings hefði svona fólk hunsað með öllu, og aðeins misnotað það til að gera ólöglega innlimun inn í ESB auðveldari, í trássi við vilja og hagsmuni fólksins.

Þetta þing verður því geymt fyrir betri tíma og fyrir hæfara fólk með stærri og hærri og réttari hugsjónir, framtíðar leiðtoga Norðurbandalagsins, sem best væri hefði sína eigin sameiginlegu stjórnarskrá að einhverju leyti...

Norðurbandalagið (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 03:32

12 identicon

Björn,

Það er ekkert athugavert við þessa ákvörðun Hæstaréttar. Hún er vel rökstudd og þeir dæma aðeins eftir lögunum.

Ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á þessu klúðri. Í öllum þessum hamagangi við að koma þessu í gang var þessu hent á blað og sett í gegnum þingið. Lögin voru meingölluð og stjórnvöld klikkuðu á því að fara eftir þeim og svo lögum um framkvæmd kosninga.

Það er hálfvitaskapur og ekkert annað að ætla að kenna Hæstarétti um þetta. Við stjórnvöld, og stjórnvöld ein er að sakast.

Rafn (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband