27.1.2011 | 11:39
Verkfall í kreppunni?
"Arnar Hjaltalín segist vongóður um að ekki komi til verkfalls. Það er nú einu sinni okkar hlutverk, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og hjá okkur, að semja. Þannig að við erum vongóð um að þetta leysist."
Verkfall í kreppunni? Einhver sagði að þarna ættu rúmlega 60 launþegar í bræðslum hlut að máli og að þeir væru óravegu frá því að teljast láglaunamenn. Ekki hef ég kíkt í launaumslögin þeirra.
Gangi loðnuveiðar og vinnsla vel er talað um allt að 15 milljarða króna verðmæti.
Verkfallsvopnið er sagt nokkuð heilagt, en sagan kennir okkur að þegar svona lítil þúfa ætlar sér að velta svo þungu hlassi, þá segir löggjafinn hingað og ekki lengra.
Deiluaðilar! Leysið þetta mál í einum grænum hvelli!
Vonar að ekki komi til verkfalls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verkfallsmál er óneitanlega orðið nokkuð snúið en býsna broslegt þegar nánar er að gáð. Atvinnurekendur keppast núna, hver um annan þveran, að básúna út hvaða verðmæti fari í súginn, verði af boðuðu verkfalli. Og að venju horfa Samtök atvinnulífsins bænaraugum til ríkisvaldsins að það stöðvi verkfallið með lögum á þeirri forsendu að bjarga verði verðmætunum.
En hvernig er staðan? Hafa Samtök atvinnulífsins ekki skotið sig í fótinn í málinu? Þau hafa sagt að engir kjarasamningar verði gerðir nema fyrir liggi sú lausn í kvótamálunum sem útvegsmönnum væri þóknanleg. Halda þessir háu herrar, með þessa kröfu á oddinum, að þeir geti kallað eftir lögum á verkfallið, lagasetningu sem myndi um leið skjóta í kaf eitt aðalmál ríkisstjórnarinnar, sem er uppstokkun kvótakerfisins?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2011 kl. 12:00
Pattstaða?
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 14:26
Eða sístaða?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2011 kl. 18:21
Hvað þýðir sístaða?
Bergljót Gunnarsdóttir, 28.1.2011 kl. 03:51
http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%ADsta%C3%B0a
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.1.2011 kl. 00:47
Ja há, vitið er ekki meira en guð gaf.
Þetta kom mér bara nokkuð á óvart.
Smá leirbull í tilefni af því.
Semjum strax við Drífanda,
af supergreind og ístöðu.
Há launin hækki í rífanda.
Hættum allri sístöðu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 29.1.2011 kl. 01:41
Bergljót mín, þegar þú ákveður að gefa ljóðin þín út, vil ég gjarnan gerast hluthafi. Gróðavonin blasir við! Var að panta ferð á Kanarí út á þetta! Endilega haltu áfram að yrkja, svo ég komist heim!
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 01:56
Og þá hló Marbendill! Skal reyna að sjá til þess.
Bergljót Gunnarsdóttir, 29.1.2011 kl. 02:09
Bergljót Gunnarsdóttir, 29.1.2011 kl. 02:10
Takk fyrir það!
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:14
ooooooooooooooooooooooooo
oooooooooooooooooooooooooo Ég held að skáldgyðjan sé alveg æsta að sanda þig til Kanarí
oooooooooooooooooooooooooo
Björn minn þá ert besta skinn.
Brátt þú ferð til Kanarí.
Semja verð ég nú um sinn,
svo verði ekkert havarí.
Karlinn þarf að komast heim,
kunnugt mér er vel um það.
Skrifa hratt með þungum seim,
svo aftur komist heim á hlað.
Góða nótt!
Bergljót Gunnarsdóttir, 29.1.2011 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.