29.1.2011 | 19:51
Hætt við að Samfylkingin uppskeri meiri aðhlátur en skemmtiatriðin sem hún býður upp á
"Grímulaus valdaklíka LÍU skirrist ekki við að þvinga Samtök atvinnulífsins til að taka alla kjarasamninga í landinu í gíslingu til að tryggja áframhaldandi forræði þeirra á auðlindinni í sjónum." sagði Jóhanna Sigurðardóttir á kratafundinum í dag.
Mjög stór orð, en við sannleiksgildi þeirra ber að setja nokkur spurningarmerki. Það er fátt í okkar þjóðlífi algjörlega svart eða hvítt. Litrófið er fjölbreyttara en svo.
Á þessari síðu hefur nokkrum sinnum verið bent á einfalda staðreynd.
Þá staðreynd að þeir sem hæst gala um kvótakerfið, hafa minnst vit á því. Það byggi ég á samtölum við sjómenn, útgerðarmenn og fleira fólk í Grindavík. Einni stærstu verstöð landsins. Sem á næstum allt sitt undir öflugum sjávarútvegi.
Kannski á þetta við um þekkingu og skilning Jóhönnu og Samfylkingarinnar almennt á kerfinu.
Þekking á kvótakerfinu í 101 Reykjavík er nánast engin. Í besta falli öfundarnag vegna gjafakvótans, sem vissulega er enn innan margra fyrirtækja. Fjölmörg fyrirtæki hafa líka keypt allan sinn kvóta með tilheyrandi skuldsetningum.
Munið þið eftir þessari frétt:
"Flateyringar kveiktu á neyðarblysum við höfnina í bænum í gær, en það var táknrænt ákall til yfirvalda um að þau ráðist sem fyrst að rótum vandans sem hrjáir mörg þorp á landsbyggðinni í dag."
Hvaða vandi er það? Aðallega skortur á fiskveiðiheimildum. Af hverju?
Þar kemur einkum tvennt til.
Kvóti var seldur burt af svæðinu og á leigðum kvóta geta fá fyrirtæki rekið sig réttu megin við núllið. Engir aurar til að kaupa kvóta. Svo er það samdrátturinn í leyfðum veiðum. Hann er gífurlegur.
Fyrir nokkrum árum, skömmu eftir setningu kvótakerfisins, veiddu Íslendingar 400 þúsund tonn af þorski. Nú má veiða um 160 þúsund tonn. Þessi rosalega skerðing hefur verið ákveðin eftir ráðgjöf frá Hafró, sem aðilar sjávarútvegsins hafa oft sett stór spurningarmerki við.
Miðað við þessar tölur þarf ekkert að koma á óvart að frystihúsum og verkunarstöðvum fækki á landsbyggðinni. Skipum fækki sömuleiðis og þar með störfum sjómanna og landverkafólks. Útgerðarmenn stjórna ekki þessari skerðingu, eða ráða neinu um hana. Þeir verða að taka hana á sig eins og aðrir.
Það sem verra er, þessar tölur bera það með sér að litlum þorpum fækkar líka. Hægt og bítandi líða þau undir lok. Eðlilega flýr fólkið atvinnuleysið. Reyndar eru þeir til sem segja að fækkun smáþorpanna sé af hinu góða. Þau séu mörg hver glataðar rekstrareiningar. Það er önnur saga.
Lítil dæmisaga sem varpar ljósi á þetta.
Bóndi nokkur átti 40 kýr og honum var falið að sjá litlu þorpi fyrir mjólk, enda eini bóndinn á svæðinu. Einn morgun kom hann að 24 kúm steindauðum í fjósinu, en eftir stóðu 16 mjólkandi kýr. Ekki voru ráð eða efni til að fjölga í fjósinu. Mjög alvarlegur mjólkurskortur varð í þorpinu og fólkið flýði burt.
Svona er staðan og það er einföldun og rakinn barnaskapur að kenna kvótakerfinu alfarið um stöðu mála.
Sjávarútvegurinn er fjöregg þessarar þjóðar, en skuldsetning hans er slík að sérstaka rannsóknarnefnd þarf til að fletta ofan af tilurð hennar. Þar mun margt skrautlegt koma í ljós.
Kvótakerfið hefur alltaf verið umdeilt og verður áfram.
En með kvótakerfið sem atriði í sirkus Samfylkingarinnar, er hætt við að Samfylkingin veki meiri aðhlátur en skemmtiatriðið sem hún bauð upp á.
Ögurstund í sjávarútvegsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verðmætið liggur í kvótanum. Það eru skipin sem eru veðsett. Hægt er að ná öllum þorskkvótanum á miklu minni og ódýrari skip. Þau eru jafnvel til og liggja í reyðileysi í höfnum landsins. Þú mátt kalla þetta sirkus en þetta er tilraun til að koma hér á réttlátara þjóðfélagi. Þótt ég sé ekki sammála aðferðinni þá er ég sammála takmarkinu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 20:18
Jóhannes Laxdal, er fullkomlega raunhæft að skilja á milli skipanna og kvótans sem þau eiga að veiða, með tilliti til veðsetninga?
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 20:43
Það verður bara að láta reyna á það. Það er ekki heimilt að veðsetja kvótann. Hins er þessi lagatækni oft óskiljanleg eins og við vitum. Fjármálastofnanir fóru offari í að lána útgerðarmönnum því er eðlilegt að þær sitji uppi með skipin ein sem anlag veðanna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 20:49
Flottur pistill hjá þér Björn.
Hreinn Sigurðsson, 29.1.2011 kl. 20:51
Þakka þér, Hreinn Sigurðsson.
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 21:01
Björn, það þarf aðeins ákvarðanir tveggja-þriggja manna um að flytja þrjú stærstu fyrirtækin í Grindavík inn í Hafnarfjörð og bæjarfélagið Grindavík verður þar með komið á hnén. Þið getið ekki stólað á að um aldur og æfi verði þessum fyrirtækjum stjórnað af mönnum sem eru miklir Grindvíkingar í sér. Það er nefnilega allt of oft hugsað um rekstraröryggi einstakra fyrirtækja og litið svo á að þau muni verða til staðar um aldur og æfi. Það hafa tugir stórra útgerðarfyrirtækja farið á hausinn eða hætt starfsemi á liðnum áratugum og það er ekkert sem segir að sú þróun sé hætt þó hægt hafi á henni í augnablikinu. Björn, er atvinnuöryggi Grindvíkinga eitthvað meira en íbúa Flateyrar - og þá af hverju?
Atli Hermannsson., 29.1.2011 kl. 22:42
Atli Hermannsson skrifar: "Björn, er atvinnuöryggi Grindvíkinga eitthvað meira en íbúa Flateyrar - og þá af hverju?"
Góður punktur. Svarið er: Nei, síður en svo.
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 23:53
Til hamingju með þennan pistil: Björn minn.
Eyjólfur G Svavarsson, 30.1.2011 kl. 00:55
Eyjólfur, í hverju liggur hamingjan sú? Alla vega ekki í einskisverðum skrifum mínum. Mér sýnist margt að í okkar ágæta landi og hef af því áhyggjur. Líklega er bara best að halda þverrifunni saman og halda áfram að pakka niður!
Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 01:04
Atli sjávarútvegsfyrirtæki í dag eru sjaldnast eingöngu bundinn við það sveitarfélag sem það er skráð í þau stunda veiðar og vinnslu víða um land.
Magnús Gunnarsson, 30.1.2011 kl. 02:46
Hvaða þunglyndi er í þér Björn, af hverju ertu að pakka niður???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2011 kl. 08:58
Af hverju pakka niður? Það má ekki ræða á netinu!
Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 13:29
Góður pistill Björn. Ég tel að við þurfum stór og öflug útgerðarfyrirtæki til þess að sækja afla á fjarlæg mið, sá afli verður ekki sóttur á smábátum.
Ragnar Gunnlaugsson, 30.1.2011 kl. 14:56
Þakka þér innlitið, Ragnar Gunnlaugsson.
Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 15:01
Þetta er góður pistill hjá þér Björn og ég er honum innilega sammála.
Til að forðast misskilning, þá var ég ekki að vísa til þín á síðunni hans Baldurs, það voru aðrir menn sem ég var að tala til.
Ég veit ekki hvort það er vestfirska genið í mér, en ég hef oft gaman af að þræta og stundum fer maður frjálslega með ýmsar staðreyndir í borðsalsþvarginu, enda er það meira til gamans gert.
Þótt við höfum ekki endilega sömu stjórnmálaskoðanir, þá tel ég okkur eiga það sameiginlegt að vera frekar hallir undir sannleikann, enda vil ég að Sjálfstæðisflokkurinn fái harða gagnrýni til að menn sofni ekki á verðinum.
Þótt ég hafi verið ánægður með Davíð á sínum tíma, þá pirraði það mig mjög hvað allir þingmenn voru stöðugt að hampa því hvað hann væri góður leiðtogi, við megum ekki vera með persónudýrkun á neinum.
Það lá við að ef kjörin fulltrúi sjálfstæðismanna væri spurður um veðrið þá myndi hann svara; "veðrið er gott, örlítið kalt, en við skulum ekki gleyma því að Davíð er stórkostlegur leiðtogi.
Ég er sammála þessu, varðandi Davíð, en hann var ekki fullkominn, einnig finnst mér ég eiga fallegustu konuna, flottustu börnin osfrv., en ég þarf ekki alltaf að vera að auglýsa þetta álit mitt, því það verður þreytandi að hlusta á það í sífellu.
Enda væri lýðræðinu hætta búin ef allir hefðu sömu skoðanirnar.
Það eru átök á milli ólíkra sjónarmiða sem þroska samfélagið, ef allir eru steyptir í sama mót er hætta á stöðnun og samfélagshnignun í framhaldinu.
Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 18:45
Þakka þér, Jón Ríkharðsson.
Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 19:29
Steingrímur er enda farinn að halda sig til hlés þegar Jóhanna blæs í lúðurinn. Hann sér að hún er farin að hringsnúast í kringum sig sjálfa.
Jón G Hauksson skrifaði góða grein sem Grindvíkingar hafa eflaust gaman af að lesa:
http://heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=38113&ew_0_a_id=372869
Njáll (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 21:39
Takk, Njáll.
Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.