Ofurstyrkþega smyglað inn bakdyramegin

"Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og borgarstjóri, hefur verið ráðin verkefnisstjóri í hlutastarf tímabundið hjá Samfylkingunni til að halda utan um vinnu málefnanefnda flokksins og skipuleggja vinnuna framundan."

Halló! Ráðin hjá Samfylkingunni í hlutastarf? Samfylkingin á engan pening til að borga laun.

Það sem Samfylkingin er að gera í þessu tilfelli er að setja Steinunni Valdísi aftur á launaskrá þjóðarinnar.

Launaskrá þjóðarinnar vissulega, enda nánast allir fjármunir flokksins fengnir úr ríkissjóði. Eins og annarra flokka reyndar.

Halló! Eru allir með Alzheimer og búnir að gleyma öllu?

Steinunn Valdís var þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku vegna ásakana um að hafa þegið ofurstyrki, rétt eins og Guðlaugur Þór gerði.

Hún vék sæti, en Guðlaugur Þór situr.

Á nú að smygla styrkþeganum inn bakdyramegin?

Að eigin ósk hvarf Steinunn Valdís af launalista ríkisins og hennar ákvörðun var virt að verðleikum.

Lágkúran sem þessi frétt lýsir verður seint toppuð.

 

 


mbl.is Steinunn Valdís starfar fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Menn halda ýmislegt misjafn um mig Björn minn og það er í lagi mín vegna, en ég býst við að enginn telji mig vera samfylkingarmann, allavega væri það afar athyglisverð kenning.

En ég hef alltaf tekið málstað bæði Steinunnar Valdísar og Björgvins G., því mér finnst þau bæði vera heiðarlegar manneskjur þótt þau hafi ekki sömu lífssýn og ég.

Á þessum leiðinda góðæristíma voru allir að sækjast eftir peningum og stuðningsmenn frambjóðenda voru misduglegir að afla fjár fyrir sitt fólk.

Það má taka undir að eftir á að hyggja sé þetta siðlaust og ég efast um að menn geri þetta aftur, en þetta var jú fullkomlega löglegt þá.

Varðandi Guðlaug Þór, þá þekki ég ágætlega til hans baráttu.

Reyndar sníkti ég aldrei fyrir hann, vegna þess að mér fer ekki vel að sníkja, en ég tók örlítinn þátt í hans baráttu þann stutta tíma þegar ég var í landi.

Ég man að menn voru eitthvað að ergja sig á því hversu lítið hann fylgdist með baráttunni, þannig að ég veit ekki hvort hann vissi raunverulega hvað var verið að safna miklu fé, samt getur það verið. Hann var allavega ekki mikið inni í öllum málum, enda þingmennskan ærin starfi.

En hann er búinn að lofa mér að skýra öll sín mál og ég vona að hann geri það.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Ríkharðsson, Þakka þér kærlega fyrir þetta innlit.

Guðlaugur Þór hefur ekki skýrt sín mál, þrátt fyrir nægan tíma.

Hann hefur heldur ekki stefnt Birni Val fyrir meiðyrði vegna meintrar mútuþægni, þrátt fyrir nægan tíma, en hótanir þar um.

Hvað veldur?

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 00:27

3 identicon

Gamla ísland er að rísa, það eina sem er að breytast er að enn fleiri verða fátækari.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 01:55

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Því miður get ég ekki svarað því, Guðlaugur verður að svara fyrir sig sjálfur.

Við Guðlaugur erum góðir vinir, en ef hann verður sekur fundinn  eitthvað, þá þarf  hann að sæta ábyrgð á sínum gjörðum.

Það sem hann hefur reyndar sagt við mig er að hann eigi erfitt með að fá þá sem styrktu hann til þess að samþykkja að þeirra nöfn verði opinberuð.

Ég get í sjálfu sér skilið það, því menn voru víst að styrkja frambjóðendur en óskuðu eftir að farið yrði með það sem trúnaðarmál og það er erfitt að rjúfa trúnað án samþykkis hins aðilans, ég man eftir mörgum svona dæmum úr prófkjörum sem ég hef aðstoðað við, þótt ég hafi ekki komið nálægt því að sníkja, þá talaði fólk vitanlega saman.

En ég er sammála því að það er óeðlilegt að einhver styrki stjórnmálamenn og flokka með stórum upphæðum, nema að öll nöfn komi skýrt fram, því bæði býður það upp á spillingu og grunsemdir um að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni.

Fyrir mína parta, þá finnst mér í lagi að horfa framhjá ofurstyrkjum fortíðar vegna þess að þessir þrír einstaklingar eru ekki þeir sem ég hefði áhyggjur af, styrkirnir voru náttúrulega löglegir, þótt þeir hefðu ekki átt að eiga sér stað, en tímarnir hafa breyst ansi mikið á þessum tveimur árum. 

Ég hitti Guðlaug stundum þegar hann var heilbrigðisráðherra og þá fylgdist ég nokkuð vel með því sem hann var að kljást við. Hann sagði mér margar sögur af embættismönnum sem voru vanir að ráða öllu og vöruðu hann við að setja þetta í útboð, því það borgaði sig ekki að styggja þennan osfrv.

Nú þori ég ekki að fara út í smáatriði, því þetta var tveggja manna tal, en ég veit að hann lét allar viðvaranir þeirra lönd og leið.

Í hans ráðherratíð tókst honum að lækka lyfjakostnað, með því að hlusta ekki á embættismenn, um einn og hálfan milljarð, BUGL komst á ágætt skrið og sumarlokunum deilda var víða hætt. Ég man að hann lagði sig allan í þetta og Ágústu þótti hann óþarflega vinnusamur á þessum tíma man ég.

En mér finnst sjálfsagt að rannsaka Guðlaug eins og alla, menn verða að þola rannsókn.

Ég veit að málið gegn Birni Val er í skoðun, en ég vill ekki tjá mig um það, Guðlaugur verður að sjá um það sjálfur.

Steinunn Valdís fannst mér oft klaufaleg, en engu að síður góð og heiðarleg kona, Björgvin G. reyndi sitt besta, en hann hafði enga reynslu þegar honum var kippt í ráðherrastólinn á óvanalega erfiðum tíma.

Þótt ég sé honum alls ekki samála í mörgum málum, þá finnst mér hann nokkuð skynsamur og bera með sér góðan þokka. Það eru aðrir í Samfylkingunni sem ég tel ekki heiðarlega t.a.m. hæstvirtan forsætisráðherra.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 02:03

5 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Ríkharðsson, þakka þér pistilinn, sem ég svara ekki frekar af augljósum ástæðum.

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband