18.2.2011 | 20:01
Dómskerfið á Íslandi er rotið, pólitískt, spillt og handónýtt
"Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðu í dag að ákæran á hendur níumenningunum svonefndu fyrir að ráðast á Alþingi hefði verið mistök."
Jæja? Mistök? Hver á að gjalda fyrir þau mistök?
Vitaskuld enginn samkvæmt hefðinni hérlendis.
Dómarnir yfir níumenningunum, eða hluta þeirra, voru afar vægir miðað við sakargiftirnar.
Spurning til umhugsunar: Hvað hefðu dómstólar í Bandaríkjunum gert vegna samsvarandi árásar á þinghús þeirra? Hefðu æðstu menn ríkisstjórnarinnar þar í landi komið í fjölmiðla og lýst ákærum á árásarmenn sem mistökum? Held ekki. Aumt er það hér.
Hæstiréttur var áður búinn að undirrita fullkomið vanhæfi sitt í Stjórnlagaþingsmálinu og Héraðsdómur gerði slíkt hið sama í máli níumenninganna.
Dómskerfið á Íslandi er rotið, pólitískt, spillt og handónýtt.
Til stórskammar í "lýðræðisríki", sem við þykjumst alltaf vera.
Ákæra í níumenningamáli mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, ég er sammála þér með þetta, dómskerfið er svo sannarlega rotið hér á landi, það hafaf allt of margir dómar undanfarin ár sýnt, jafnvel svo að í aðsókn glæpamanna til Íslands er orðin eftirsóknarverð, og gerðir eru út hópar til að sópa út úr verslunum á höfuðborgarsvæðunum!!!!! Láttu mig verslunarmanninn vita það! Það er sko ekkert lítið fé sem fæst fyrir góðar nautalundir eða dýra villibráðasteik á verðlagi dagsins í dag!.
Guðmundur Júlíusson, 18.2.2011 kl. 22:34
Gaman að heyra frá þér, Guðmundur minn. Vertu sem minnst sammála mér, bara þín vegna vinur minn!
Björn Birgisson, 18.2.2011 kl. 23:01
Hvernig ber að túlka þetta frá þér Björn minn? Láttu mig endilega vita svo ég geti afturkallað stórskotaliðið á þig
Guðmundur Júlíusson, 18.2.2011 kl. 23:23
Hef ekki séð neitt stórskotalið, en sakna þess innilega!
Björn Birgisson, 19.2.2011 kl. 01:53
Nú verður að gera sér grein fyrir því að ákæruvald og dómsvald er sitt hvað. Dómstólarnir brugðust ekki en ákæruvaldið í þessu máli fór fram úr sér. Dómstólarnir breyttu því rétt og með því að sýkna alfarið eða dæma í fremur væga refsingu var mjög réttlátt.
Það sem ruglar menn í ríminu er svonefnt inquisatorískt réttarfar sem er arfur frá Spánska rannsóknarréttinum. Þá var rannsókn brotamála, ákæruvald og dómsvald á sömu hendi. Þetta fyrirkomulag var nokkuð lengi á Íslandi en var loksins afnumið fyrir um 20 árum. Tilefnið var að maður sem hafði ekið fullur var ákærður og dæmdur af sama embættismanni sem var virðulegur sýslumaður úti á landi. Sá dæmdi kærði málið til Mannréttindadómstóls Evrópu og þar var hann sýknaður vegna þessara annmarka. Varð að breyta þessu fyrirkomulagi með aðskilnaði ákæruvalds og dómsvalds um 1990. Ástæðan fyrir því hvers vegna þetta fyrirkomulag var vegna þess að þetta kostaði umtalsverða fjármuni, eðlilega mikla fyrir fámenna þjóð.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2011 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.