Forsetinn í fremstu víglínu íslenskra stjórnmála

"Með því að synja lögum Alþingis í þrígang hefur Ólafur Ragnar Grímsson fært embættið af friðarstóli á Bessastöðum og í fremstu víglínu íslenskra stjórnmála," skrifar Eiríkur Bergmann, doktor í stjórnmálafræði, í aðsendri grein sinni í DV í dag.

Hann segir forsetaembættið gjörbreytt frá því sem var þegar Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir voru á Bessastöðum.

Í grein sinni segir Eiríkur að Ólafur Ragnar reki ekki aðeins sína eigin stjórnmálastefnu hér innanlands heldur einnig sína eigin utanríkisstefnu.

Eiríkur segir að Ólafur Ragnar hafi vakið málskotsréttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar með synjun fjölmiðlalaganna árið 2004 og fest hann í sessi með Icesave-synjuninni í fyrra." (dv.is)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er mikill misskilningur hjá Eirík Bergmann að forsetinn hafi "synjað" lögum. Til þess hefur forsetinn ekkert vald og undarlegt að doktor í stjórnmálafræði skuli ekki vita það!

Forsetinn vísaði lögunum í dóm þjóðarinnar!!

Nú er það upp á þá komna sem vilja þessi lög samþykkt, að koma þeim skilaboðum til þjóðarinnar sem réttlæta það. Að leggja fram rök fyrir sínu máli!

Sá hræðsluáróður sem hingað til hefur verið stundaður dugar ekki til að fá lögin samþykkt, það verða að vera rök, svo fólk geti lagt "ískalt mat" á málið, eins og einn þingmaður komst að orði.

Stjórnarliðar og aðdáendur icesave eru hins vegar að eyða dýrmætum tíma í karp um störf forsetans. Það liggur ljóst fyrir að hann er að vinna eftir núverandi stjórnarskrá, hvert sem álit manna eru á henni!!

Þegar doktor stjórnmálafræði lætur annað eins rugl út úr sér fer maður að efast um menntakerfi landsins, þá er illa farið!!

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 10:15

2 identicon

Flestir eru búnir að fá meira en nóg af þessu máli. Hef tekið eftir því þegar ég nefni þetta mál í viðræðum við fólk, að það hefur engan áhuga á að ræða þetta.

Forsetinn er varla að standa í þessu nema hann vilji að lögin falli. Ekki eru þetta bara einhverjar æfingar í lýðræði.

Doddi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 10:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er afar ánægð með þessa nýju mörkun forsetaembættisins.  Hann hefur nefnilega ekki neitunarvald heldur einungis að vísa málum í þjóðaratkvæði OG HVAÐ ER AÐ ÞVÍ!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 11:05

4 identicon

Að sjálfsögðu á að virkja lýðræðið á þann hátt að sérhver einsaklingur sé gerður ábyrgur fyrir því að kynna sér þjóðmálin í þaula og kjósa um allt sem skiptir máli eins og hvort glæpamenn fái að láta okkur borga þetta eða ekki.

Stjórnkerfi sem átti að annars eftirlit með glæpahöfðungjunum í fjármálakerfinu og stóð sig álíka vel í því eins og lífrænt ræktuð paprika á ekki að koma nálægt því að taka ákvörðun um þessi efni.  Það á þjóðin sjálf að gera.  Hvernig í ósköpunum getur hinn útúrmyglaði fjórflokkur sem hefur aldrei staðið vörð um neitt annan en eigin spillingu tekið ákvörðun um að borga eitthvað kjaftæði án þess að við greiðendurnir (sem eru m.a. ég og þú) hafi nokkuð um það segja?  Er það lýðræði?  Er lýðræði fólgið í því að skila einu atkvæði á kjördag og halda svo bara kjafti?

Fjórflokkurinn er rækilega studdur af útgerðinni og fjármálalífinu í landinu og getur því aldrei endurspeglað vilja þjóðarinnar eða gert nokkurn skapaðan hlut á heiðarlegan og hlutlausan hátt.  Hvers vegna stendur annars á því að það er svo mikið mál að fá upplýsingar um styrkveitingar til einstakra flokka?

Ef það er svona alvarlegt mál að þjóðin fái almennilegt lýðræði en ekki bara eitt atkvæði á kjördag, hvers vegna setur þá alþingi sjálft ekki viðmiðunarreglur um hvaða forsendur eigi að uppfylla þegar kemur að því að  vísa  málum  til þjóðarinnar?  Alþingi hefur ekki getað rætt það því þar er hver höndin upp á móti annari eins og venjulega.  Ef fjórflokkurinn og Co getur ekki hundskast til að ræða þessi mál og komast að niðurstöðu þá verður forsetinn einfaldlega að gera það.

Að sjálfsögðu ætti þjóðin sjálf að kjósa um kvótakerfið, Icesafe og fleiri atriði.  "alþíngi" getur svo fengið að kjósa um mikilvæga hluti eins og hver eigi að keppa í Euro-vission fyrir okkur eða semja siðareglur fyrir saumaklúbba

Lifðu heill.

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband