Forsetinn og lánstraustið

Hvaða áhrif skyldi synjun forsetans hafa á lánstraust Íslendinga í útlöndum? Það var nú ekki mikið fyrir, en þó á einhverri uppleið samkvæmt fréttum.

Gætu áhrifin verið einhvern veginn svona:

Hringt í erlenda lánastofnun.

"Sæll, ég er að hringja frá Landsvirkjun á Íslandi. Við erum að undirbúa virkjunarframkvæmdir á nokkrum stöðum á landinu og okkur bráðvantar lánafyrirgreiðslu. Eruð þið ekki til í að taka slaginn með okkur"?

"Ha ha ha ha ha ...................."

Skellihlátur að utan og lagt á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Björn Ísfirðingur !

Um leið; og ég geri athugasemd við, að þú skyldir fella færzluna, þar sem ég setti inn lítislháttar nótu, hjá þér síðast, vil ég segja þetta.

Kom mér; Spánskt fyrir sjónir, reyndar.

Hvaða vorkunn; er Íslendingum, að fara upp í 450 - 500 Þúsunda tonna Þorskveiðar á ný, eins og var, fyrir daga kvótakerfisins, og hætta þar með, að kvabba á útlendum lánastofnunum, með fjármagn, fyrir Landsvirkjun, sem aðra ?  

Hvað er í veginum; að við færum að vinna, á grundvelli 280 - 290 Þúsunda manna samfélags - í stað; 3 Milljóna / eða 30 Miljóna manna, Björn Birgisson ?

Er ekki; oflætið að finna, hjá þér, líkt og Herði Arnarsyni Landsvirkjunar forstjóra, og áþekkum kompánum, þegar allt kemur til alls, ágæti drengur ?

Hverfum; til kyrrlætis áranna, áður en Íslendingar þóktust verða að stórþjóð, á 10. áratug síðsutu aldar, með EES gjörningnum, Björn minn, m.a.

Með kveðjum þó; vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:19

2 identicon

síðustu aldar; átti að standa þar. Afsakið; ambögur nokkrar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enn á fullum dampi kæri vinur? Það getur sannarlega létt á manni að blása hraustlega frá sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2011 kl. 12:45

4 identicon

Lánstraustið hefði horfið algjörlega ef við hefðum tekið að okkur skuldbindingu þegandi og hljóðalaust sem við höfum ekki efni á að borga og eigum heldur ekkert að borga.  Hækkandi skuldastaða ríkissjóðs eykur ekki lánstraust.  Það er mjög einfallt. 

Ég borga ekki fyrir tjón glæpamanna.  Það vita allir sem kæra sig um að vita að alþingi Íslendinga er það næst spilltasta í heiminum í öðru sæti á eftir Zimbabwe.   Deloite í Bretlandi hefur gert ýtarlega skýrslu um það hvað varð um peninga hlandbankans og þar kemur fram að sú niðurstaða sé þekkt að mestu.  Hins vegar má ekki sýna þessa skýrslu vegna þess að þá kemur í ljós hvers vegna alþingingi mörlands vill að almenningur beri tjónið en ekki þeir sem ollu því.

Lifðu heill.

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:00

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Svarið yrði eftirfarandi.

Getið þið boðið meira en 2% vexti. Ef þið getið það þá erum við með, því við eigum ekki möguleika hjá Evrópskum bönkum, enda eru þeir nánast allir að hruni komnir.

Getið þið pantað hótelherbergi fyrir okkur- við komum strax

Eggert Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 17:27

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Enginn mundi lána þér peninga Björn, ef þú værir veðsettur upp fyrir rjáfur, eða heldur þú það?

Eyjólfur G Svavarsson, 21.2.2011 kl. 23:51

7 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, tel að þú hafir rétt fyrir þér, sem stundum áður. Mig vantar ekki peninga, en veistu um góða fjárfestingamöguleika fyrir allar millurnar mínar?

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 00:07

8 Smámynd: Björn Birgisson

"Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur hækkað umtalsvert eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, tilkynnti þá ákvörðun sína að vísa Icesave-samningnum til þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Vísis er álagið nú 261 punktur en lægst fór það í 224 punkta eins og fram kom á vb.is sl. þriðjudag.

Þar kom fram að tryggingarálagið væri farið að nálgast meðaltal Evrópuríkja og komið niður fyrir álag Spánar sem var orðið 252 punktar. Með hækkuninni í gær er tryggingarálag ríkissjóðs nú á ný orðið hærra en Spánar, sem er 254 punktar"

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband