22.2.2011 | 20:14
Fær Ólafur Ragnar að máta páfastólinn?
"Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer til Rómar í næstu viku til fundar við Benedikt páfa sextánda til að færa honum að gjöf styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur. Forsetinn fær þá einkaáheyrn páfa.
Styttan sem forsetinn mun afhenda páfanum er eftir Ásmund Sveinsson og er nú þegar til í þremur eintökum. Eitt þeirra er í Glaumbæ, annað við Laugarbrekku á Snæfellsnesi en sú þriðja í Ottawa í Kanada.
Páfinn mun veita Ólafi Ragnari einkaáheyrn en slíkt er afar sjaldgæft. Páfinn tekur eingöngu á móti biskupum, kardinálum, þjóðhöfðingjum og fólki með mjög brýn eða sérstök erindi." segir Vísis.is
BB Fréttir hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að Ólafur Ragnar hafi farið fram á að fá að máta sig í páfastólinn og hafi páfi samþykkt erindið gegn loforði Ólafs um að koma aldrei aftur í heimsókn!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli hann tefli við páfann ?
Sævar Helgason, 22.2.2011 kl. 20:23
Sævar, það er ólíklegt, en hann gefur honum örugglega einhver góð ráð!
Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 20:27
Páfinn mun skrifta .
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:16
Auðvitað, Jón Óskarsson!
Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 21:18
Og Páfinn mun örugglega skjálfa. Ólafur væri vís með að taka þjóðaratkvæðagreiðslu á'ann....
hilmar jónsson, 22.2.2011 kl. 21:23
Kannski bara Icesavegreiðslu, eða eigin hárgreiðslu! Hún haggast aldrei og stendur fyllilega fyrir sínu og er ekki verri til útflutnings en hvað annað!
Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 21:37
Hilmar, ertu búinn að kíkja á könnunina hjá mér? Endilega taktu þátt!
Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 21:39
Búinn...
hilmar jónsson, 22.2.2011 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.