Vald þingsins og 11. greinin til umræðu

"Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vilja benda þeim þingmönnum, sem ekki hefðu lesið 11. grein stjórnarskrárinnar, á að Þráinn hefði með þessari ábendingu verið að gera því skóna að þingið ætti að víkja núverandi forseta lýðveldisins frá."

Ekki sagðist Sigurður Kári taka undir það.

Enda forsetinn í sérstöku uppáhaldi hjá sjálfstæðismönnum um þessar mundir. Öðruvísi mér áður brá.

Af hverju var Þráinn Bertelsson að minna þingheim á 11. greinina?

Líklega af því að honum mislíkar ofríki forsetans sem tók ákvörðun 70% alþingismanna og henti henni fyrir fólkið, sem kaus þessi sömu 70% og líka hin 30% reyndar.

Nú hafa síðustu mælingar sýnt að þjóðin stendur með þessum 70% þingmannahóp og hyggst samþykkja frumvarpið eins og þeir gerðu. Það virðist vera staðan í dag. Ekki afgerandi þó. 

Svo verðum við að bíða þess sem kjördagurinn ber í skauti sér.

Sé ákvörðun forsetans skoðuð í ljósi þessara kannana, er ekkert undarlegt við það að rifja upp 11. greinina.

Á Alþingi og út um allt þjóðfélagið.

 


mbl.is Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já endilega að virkja 11. greinina þá þarf forsetinn ekkert að virkja 24. greinina. Málið er bara að þessir þingbjánar sem telja sig búa í þingveldinu Íslandi en ekki lýðveldinu Íslandi muna aldrei nokkurntíman þora í forsetan því þá væri nú allt búið hjá þeim enginn ráðherra stóll eða speni til að sjúga eins og hann þarna Bertelsson er að drekka af um þessar mundir... . En vonandi taka þeir ómakið af forsetanum og þá fáum við líka þingkostningar eftir 2 mánuði.

Elís Már Kjartansson, 23.2.2011 kl. 17:01

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er full ástæða til þess að skoða þennan möguleika. Ólafi er ekki lengur sjálfrátt og því þarf að mæta á einhvern hátt.

hilmar jónsson, 23.2.2011 kl. 17:08

3 Smámynd: Björn Birgisson

Elías Már, kjósum fyrst um Icesave frumvarpið. Verði það fellt má gera ráð fyrir kosningum til Alþingis fljótlega eftir það. Athugaðu eitt. Stóru flokkarnir eru svo inngreyptir í þjóðarsálina að þeir munu að minnsta kosti fá 45 að þeim 60 þingsætum sem þeir hafa nú. Það er mín spá.

Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 17:08

4 identicon

Þráin hvetur þingið til að gera uppreisn gegn þjóðinni. Mikið væri það óskandi að þingheimur færi í það að framfylgja 11. grein. Þá værum við laus við suma vitleysinga eins og þráinn. Þjóðin mun aldrei fara gegn forsetanum. Það er ljóst að sumum er ekki gefið að lesa í vilja þjóðarinnar.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:43

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Annað hvort hefur Þráinn ekki hugsað málið til enda, eða þá að hann kann ekki að reikna.  Til þess að 11. gr stjórnarskrárinnar virki, þá þarf fyrir það fyrsta 48 þingmenn að greiða atkvæði með því að kjósa forsetann frá.  Þó svo að 44 þingmenn hafi sagt ,,já" við Icesave, þá má ekki gleyma því, að 11 þeirra voru fylgjandi tveimur tillögum um þjóðaratkvæði, er bornar voru upp örfáum mínútum áður en kosið var um samninginn sjálfan.

 Þráinn þyrfti því ekki bara að fá þessa 11 þingmenn á band tillögunnar um að kjósa forsetann frá, sé miðað við það, að þeir 33 sem kusu gegn þjóðaratkvæði vilji kjósa forsetann frá, heldur þyrfti hann fá fjóra þingmenn að auki af þeim sem annað hvort sátu hjá eða höfnuðu Icesavesamningunum.

 Það má því eiginlega slá því föstu, að framlagning slíkrar tillögu í alvöru, er í rauninni, dulbúin og þó ekki, ósk um kosningar hið fyrsta.   

 Einhvers staðar í stjórnarskrá stendur að forseti og Alþingi fari með löggjafarvaldið.  32 atkvæði eða fleiri með tillögunni myndu því staðfesta vantraust á milli þeirra aðila er með löggjafarvaldið fara og því kosningar óumflýjanlegar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.2.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband