Gera stólpagrín að Hæstarétti Sjálfstæðisflokksins

"Verkefni stjórnlagaráðs verður sambærilegt því verkefni sem stjórnlagaþingi var ætlað að sinna og jafnframt er gert ráð fyrir að starfsaðstæður og starfskjör stjórnlagaráðsfulltrúa verði sambærileg."

Þetta er frábær lausn á málinu. Það frábærasta er þó það sem nefndarmenn augljóslega vilja ekki nefna og geta ekki leyft sér að nefna, stöðu sinnar vegna.

Hér er verið að gera stólpagrín að Hæstarétti Sjálfstæðisflokksins og hans pöntuðu niðurstöðu og eðlilega vildi Birgir Ármannsson ekki taka þátt í því gríni, enda hefur aldrei orðið vart við að gamansemin beinlínis drjúpi af þeim manni.

Hæstiréttur hlýtur að fagna þessari lausn með kampavíni úr Bermúdaskál! Cool


mbl.is Fær sama verkefni og þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

"Hæstiréttur Sjálfstæðisflokksins" er sannarlega réttnefni.

hilmar jónsson, 24.2.2011 kl. 19:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jamm ...........

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 19:20

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Eru hæstaréttardómarar ekki hættir að haf vín um hönd, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra stoppaði öll vínkaup eins hæstaréttardómarans sem risnu.

Ég held það.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 19:47

4 Smámynd: Benedikt Jónasson

Eina niðurstaðan sem var í boði,mikill álitshnekkir fyrir hæstarétt og beiðni um að þeir vandi sig betur.

Benedikt Jónasson, 24.2.2011 kl. 19:49

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Í ljósi dóma þeirra er freistandi að álykta að svo sé ekki Þorsteinn..

hilmar jónsson, 24.2.2011 kl. 19:51

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski hefur eitthvað verið eftir í kjallaranum hjá Magnúsi. Hann var víst pakkaður upp í loft!

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 20:01

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það vín er löngu búið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 20:09

8 Smámynd: GAZZI11

Arfavitlaus og heimsk niðurstaða og mun gera grín að öllum aðilum þessa máls um ókomna framtíð.

Sýnir okkur hversu vanhæft fólk er við stjórnvölinn.

Eina vitræna niðurstaðan er að kjósa aftur.

GAZZI11, 24.2.2011 kl. 20:13

9 Smámynd: Björn Birgisson

Nei GAZZI11, niðurstaðan er fín. Völd 25 menninganna eru nákvæmlega þau sömu og fyrir hinn heimskulega dóm Hæstaréttar. Það er nákvæmlega engin!

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 20:21

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gassi" Þá missa þau fólkið sem þau voru búnir að raða upp, og það vilja þau ekki Stjórnar hjúin!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 24.2.2011 kl. 20:25

11 identicon

Mikið andskoti ertu háðskur Björn. Það er ekkert verra!

Logi T. Lýðsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:32

12 Smámynd: GAZZI11

Trúi því ekki að ykkur finnist þetta réttlátt. Við erum að ræða um fólk sem var ólöglega kosið / valið til að endursemja stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og vera síðan ráðgefandi. Þetta er bara grín og algjör misnotkun á valdinu.

Kosningarnar voru ólöglegar. 

Það á að kjósa aftur löglega þannig að valdið komi frá almenningi og einnig þarf að tryggja hag landsbyggðarinnar þannig að hún eigi sína fulltrúa þarna inni. 

GAZZI11, 24.2.2011 kl. 20:34

13 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég hefði viljað setja þetta í Stjórnlagaraunveruleikaþátt þar sem þessir 25 aðilar þurfa að takast á í alls konar keppnum til að koma sínum málum í gegn. Hver myndi t.d. ekki vilja sjá Ingu Lind og Ómar Ragnarsson í leðjuslag?! Áhorfendur gætu svo kosið um breytingarnar í símakosningu. Ekki bindandi að sjálfsögðu. Þarna væri komin góð skemmtun fyrir áskrifendur Stöðvar 2 og því ekki alger peningasóun.

Pétur Harðarson, 25.2.2011 kl. 00:04

14 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur, stórgóð hugmynd. Alveg brilliant!

Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 00:11

15 identicon

Já fín niðurstaða. Bara að lögleiða lögleysuna. Slík framkvæmd sýnir og sannar í eitt skiptið fyrir öll að Alþingi er algerlega óþarft. Ég meina ef það er skoðun Alþingismanna að menn eigi bara að fara eftir því sem þeim finnst hentugast, burtséð frá því sem lögin segja þá segir það okkur bara það að það er algerlega óþarfi að hafa þessa 63 þingmenn á launum við að semja lög sem þeir telja svo enga ástæðu til að fara eftir. Við myndum spara helling með þessu þar sem það eru ekki bara þessir 63 sem við losnum við að hafa á opinberu framfæri okkar heldur líka þeir tæplega 200 starfsmenn sem vinna við það að reyna hafa hemil á þeim.

Vitleysan við framkvæmd þessara kosninga var augljós öllum þeim sem kynntu sér framkvæmdina fyrirfram. Ég meina þegar kerfið var þannig úr garði gert að þú vissir ekkert hver það yrði sem myndi njóta atkvæðis þíns, þá er eitthvað verulega að kerfinu og ekki bjóðandi lýðræðis þjóð. Ef þessi framkvæmd hefði verið með þessum hætti einhvers staðar annars staðar t.d. í arabalöndum, í afríkuríki, í Suður-Ameríku, í USA eða bara hvar sem er annars staðar en hér á landi þá héldu menn ekki vatni hér á landi yfir þessi auma lýðræði sem þar væri við lýði. Allavega var framkvæmdin á þessum kosningum eins og hún kom mér fyrir sjónir fyrir kosningarnar þannig að mér fannst algerlega verið að hunsa vilja minn og gera grín að mér sem kjósandi. Þar af leiðandi ákvað ég ekki að taka þátt í þessari vitleysu og veit að það voru fleiri sem voru sama sinnis.

Nú ætla þingmennirnir sem sé að fara að skipa þá sem voru kjörnir með þessum ólögmæta hætti af stórum minnihluta þjóðarinnar í eitthver "Stjórnlagaráð" til að gera drög að nýrri stjórnarskrá. Ég segi það allavega fyrir mína parta þessir aðilar voru ekki og munu aldrei verða fulltrúar mínir í þessari vinnu og því litlar líkur á að ég sætti mig við niðurstöður þær sem frá þessum "sjálfskipuðu" aðilum koma.

Eina vitið ef menn vilja fá fleiri að gerð stjórnarskrárinnar er að þeir sem þar komi að séu valdir af meirihluta þjóðarinnar í almennum kosningum. Hitt er svo annað mál hvort dagurinn í dag sem tilvalinn til að fara í þessa vinnu. Ég er allavega þeirrar skoðunar að þessum hundruðum milljónar króna (eða milljörðum eins og hæstu spár hljóða upp á) sé betur borgið við að viðhalda hér sæmilegu heilbrigðiskerfi og menntun fyrir börnin okkar. Á meðan þau mál eru ekki í lagi vegna þess að okkur vantar fjármagn, þá eigum við ekki að vera að eyða því litla sem við eigum í einhvern kjafthátt.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband