24.2.2011 | 20:26
Herinn sá þá aumur á þeim hjónum og bauð til heilagrar kvöldmáltíðar
"Samkvæmt niðurstöðum könnunar Eurobarometer á trausti til evrópskra stofnana kemur í ljós að 26% Íslendinga treysta íslenska hernum.
Einnig kemur fram að 56% Íslendinga bera lítið traust til hersins en 18% þykir hann hvorki traustvekjandi né ótraustsvekjandi."
Þetta eru undarlegar niðurstöður. Íslenski Hjálpræðisherinn gerir ekkert annað en gott þykir. Gaf meira að segja Ólafi Ragnari og Dorritt að borða um jólin með útigangsfólki, þegar ísskápurinn á Bessastöðum reyndist galtómur, enda hafði húsbóndinn dvalið langdvölum erlendis á aðventunni, að bjarga heiminum, og enginn tími hafði gefist til matarinnkaupa fyrir jólin.
Herinn sá þá aumur á þeim hjónum og bauð til heilagrar kvöldmáltíðar, þeirra sem ekkert áttu í ísskápnum, líka þeirra sem áttu engan ísskáp.
Þessi könnun ESB er ekkert annað en móðgun við íslenska herinn.
26% treysta íslenska hernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn minn" Þetta finnst mér nú vera svona frekar hrokafullt af þér, ég verð nú að segja það!!
Eyjólfur G Svavarsson, 24.2.2011 kl. 20:31
Sammála Eyjólfi hér ofar, verulega hrokafullt af þér Björn Birgisson.
Númi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:33
Jæja! Eyjólfur minn, ertu að skilja þetta rétt, eða misskilja öfugt, eins og kerlingin sagði um árið!
Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 20:34
Jæja! Númi minn, ertu að skilja þetta rétt, eða misskilja öfugt, eins og kerlingin sagði um árið!
Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 20:35
Björn þú getur verið svo torskilin misskilin og eða einsog skáldið sagði ekki misskilja mig vitlaust.
Númi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:43
Ég segi það sama og við síðasta innslagið þitt. Djöfull ertu háðskur Björn. Sem er ekkert verra, eiginlega fyndið. Ég skil þetta þannig að þú sért að hæðast að könnun Evrópusambandsins um herinn á Íslandi, sem enginn er auðvitað.
Logi T. Lýðsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:53
Er þetta ekki bara í samræmi við annað sem frá Evrópusambandinu kemur?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 21:02
lêt Björn Bjarnason að því verða að stofna her á Íslandi og gleymdi að láta okkur vita eða hvað...
Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2011 kl. 21:08
"Þegar alvaran hefur vígbúist, getur kímnin ein afvopnað hana" (J.L. Mowinckel yngri)
Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 21:09
Ásthildur, vona að svo sé ekki, en ekki er þetta burðugt. Einhverjir kímnir Íslendingar hafa svarað þessum spurningum, líklega einhverjir hrekkjalómar! Við eigum nóg af þeim, sem betur fer!
Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 21:28
Jóhann Hallgrímsson, greinilega hefur her Björns nafna míns Bjarnasonar eitthvað farið huldu höfði, en samt verið nægilega sýnilegur fyrir svarendur þessarar könnunar. Var nokkuð hringt í þig?
Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 21:30
Hehe gaman að þessu. Nú verður að fara hafa uppi á þessum "her" okkar, ef þetta er ekki hjálpræðisherinn!
Skúli (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 00:58
Er ekki erfitt að hafa uppi á honum, ætli hann sé ekki hist og her?
Óli ljóti (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.