Flott hjá Icelandair og forsetinn fjarri góðu gamni

"Flugfélagið Icelandair var í dag valið „Fyrirtæki ársins" hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH). Guðrún Ragnarsdóttir, formaður dómnefndar, sagði flugfélagið „nútímalegt þekkingarfyrirtæki sem starfar í síbreytilegu alþjóðlegu rekstarumhverfi þar sem miklar áskoranir eru framundan."

Til hamingju Icelandair! Mig langar að segja Flugleiðir, en það má víst ekki! Það er eitthvað svo heimóttarlegt, með tilliti til alþjóðasamfélagsins!

Nútímalegt þekkingarfyrirtæki, sem starfar í síbreytilegu alþjóðlegu rekstarumhverfi, þar sem miklar áskoranir eru framundan.

Hljómar kunnuglega. Er þetta nokkuð svona 2007 klisja?

Svona, enga neikvæðni á hátíðarstundu hjá Icelandair, félaginu sem flutti mig og frú Ingibjörgu til Gran Canaria og heim aftur fyrir stuttu. Frábær flug, bæði suður og norður. Frábær þjónusta. Fín sæti og rúmt um farþegana. (Þarna tryggði ég mér góðan afslátt á næsta ári!)

Skiljanlegt að forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, komi ekki að þessari afhendingu.

Hann er svolítið brenndur af svona samkomum.

En er allur að koma til sem betur fer! Cool

 


mbl.is Icelandair „Fyrirtæki ársins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn er þetta ekki erfitt að hafa Forsetan svona á heilanum.

Númi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:20

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Númi, þetta er bara skemmtilegt. Þú ættir að prófa. Ert þú með heila? Endilega prófaðu þetta, það verður þér bara til góðs!

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 23:24

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn minn" Ætlar þú ekkert að jafna þig á þessari forseta maníu!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 24.2.2011 kl. 23:43

4 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, þetta er svo skemmtilegur sjúkdómur að ég afþakka öll lyf og kýs að að lifa með öllum þessum skemmtilegheitum! Hvað um þig? Ertu með einhverja skemmtilega sjúkdóma? Endilega deildu því með mér. Áttu eitthvað skemmtilegra en forsetamaníuna?

Björn Birgisson, 24.2.2011 kl. 23:49

5 identicon

Það er sko komin svefngalsi í Björn Birgisson hrekkjalóm.

Númi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:59

6 Smámynd: Björn Birgisson

Númi minn, það eru ekki til alvörugefnari menn en Gaddafi, Mubarak og ég. Hinir eru allir látnir.

Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 00:07

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki forsetinn hjá páfa? Kannski hann biðji hann í leiðinni um að skrifa upp á syndaaflausn vegna prakkarastriksins sem hann framdi á dögunum með að vera ekki hlýðinn og góður og gera það sem mamma hans hefði væntanlega sagt honum að gera. „Það góða sem eg vil gera, geri eg ekki en það vonda sem eg ekki vil gera, geri eg“ er haft eftir Páli postula.

- Klukkan er rétt að verða 5 - að nóttu. Fékk mér vatnsglas eftir uppvakningu og er að fara að sofa aftur.

Tek undir að við eigum að eigum að leita það skemmtilega uppi - til að bæta tilveruna - og geðheilsuna. Ekki veitir af í þessum vesæla öldudal sem bjartsýniskast frjálshyggjunnar olli okkur með allt of sterkum skammti af einkavæðingu. - Góðar nætur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2011 kl. 04:55

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Forsetinn hefur bjargað því sem bjargað verður það er okkar að fylgja því úr hlaði ef ekki þá stefnum við beina leið til glötunar ekki flóknara en það!

Sigurður Haraldsson, 25.2.2011 kl. 10:45

9 identicon

Hvað segið þið? Er Ísland með forseta???

Bjartur í Sumarhúsum (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:50

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigurður: Hverju var forsetinn að bjarga? Var hann ekki í nánu samstarfi við útrásarvargana?

Mér sýnis á öllu að hann hefur ekki hugsað út í það að með þessu athæfi hefur hann þokað þingræðisreglunni til hliðar. Það er auðvitað unnt að líta fram hjá örfáum atkvæðum sem koma þingmálum í gegn en 70% þingmanna vildu leysa þessi mál á þennan hátt.

Öxin er enn yfir okkur, samningarnir eru þó að koma í veg fyrir að tjónið verður meira.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2011 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband