27.2.2011 | 22:24
Hvað gerist ef hið pólitíska "mansal", sem VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa .........
BB Fréttum hafa borist nokkrar spurningar frá lesendum, ólíkar spurningar um ólík málefni. Hér með er leitað svara frá lesendum við fáeinum þeirra, þar sem BB Fréttir hafa ekki þessi svör á reiðum höndum, enda sumum spurninganna vandsvarað að einhverju viti.
1. Hvað gerist ef fullmalað kaffi er sett í kaffivél sem hönnuð er fyrir kaffibaunir? Til dæmis af gerðinni SAECO Vienna de Luxe?
2. Hvað gerist ef hið pólitíska "mansal", sem VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa stundað frá sínum landsfundarályktunum, verður að viðtekinni venju í íslenskum stjórnmálum?
3. Hvað gerist þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur gert upp við sig hvert Framsóknarflokkurinn eigi að stefna í flestum stóru málum þjóðarinnar?
4. Hvað gerist í fiskveiðimálum þjóðarinnar þegar Jón Kristjánsson, okkar fremsti fiskifræðingur, fær að ráða ráðgjöf Hafró?
5. Hvað gerist ef Hæstarétti Íslands verður breytt í það hlutafélag, sem hann raunverulega er, með Ögmund sem fulltrúa minnihlutans og Sjálfstæðisflokkinn með sinn tæplega 90% hlut?
6. Hvað gerist þegar Samfylkingin uppgötvar að ESB hefur miklu meiri áhuga á Íslandi, en Íslendingar á ESB og inngöngu í báknið?
Fleiri spurningar hafa borist, en þær bíða birtingar í næsta félagsmála- og vísindaþætti BB Frétta.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ætlast til að við reynum að svara?
beggoo3 (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 22:36
Ég er svo vel að mér um íslensk stjórnmál að ég get alveg frætt þig á að það er allt í lagi að setja malað kaffi í maskínuna, og þá er nú strax mikill þjóðarvandi leystur.
beggo3 (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 22:39
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.2.2011 kl. 22:40
beggo, af hverju ekki bara 007? Þakka þér þessa snjöllu úrlausn þjóðarvandans!
Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 22:43
Bergljót, takk fyrir hjartað fallega. Ertu klár með allt fyrir sýninguna þína?
Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 22:45
Svör. 1.pass 2.ekkert, allt við hið sama 3.nákvæmlega ekkert 4.Mjög mikið og til batnaðar 5.Ekkert, allt óbreytt.6.Útilokað, getur ekki gerst.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 23:07
Þakka þér svörin Hrafn Arnarson. Var þetta ekki skemmri skírnin?
Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 23:12
BB Fréttir, er það ekki Bæjarins Besta á Vestfjörðum? Ég prufaði að slá inn bb.is og kom þá á síðu þeirra!!
Gunnar Heiðarsson, 28.2.2011 kl. 00:32
Gunnar Heiðarsson, Vestfirðingar vita manna best hvað þessari þjóð gagnast best. Þeir vita ágætlega hvernig frjálshyggjan hefur traðkað á þeim á síðari tímum. Þeir geta líka upplýst þig um hvernig jafnaðarmenn gjörbyltu atvinnuástandinu á Ísafirði, þegar þeir ákváðu að kaupa allar Dísirnar, frá Svíþjóð, öllum til hagsbóta. Sjómönnum og landverkafólki. Aðli Íslands. Kynntu þér þau mál. Þar er merkileg saga.
Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 00:49
BB" Er hægt að gera það í dag sem var hægt fyrir 50 árum, í sjávar útvegi.?? (Dísirnar)
Eyjólfur G Svavarsson, 28.2.2011 kl. 13:45
Efast um það.
Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.