Í Guðanna bænum!

"Landsdómur dæmir í næstu viku um það hvort ákæra á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, skuli felld niður. Ríkisútvarpið greinir frá þessu."

Þetta Landsdómsmál hefur ekkert annað verið en hreinn skrípaleikur frá upphafi. Hámarki náði þó farsinn þegar nokkrir alþingismenn handvöldu Geir Hilmar Haarde til þess að kasta honum fyrir ljónin.

Ég horfði á þá atkvæðagreiðslu og hef sjaldan skammast mín jafn mikið fyrir löggjafarsamkomuna okkar, eða öllu heldur það fólk sem vildi fótum troða forsætisráðherrann fyrrverandi, en gaf öllum öðrum syndaaflausn. Það var ömurlegt að verða vitni að þeim óheiðarlega hildarleik.

Í Guðanna bænum!

Fellið þessar ákærur niður!

Sýnið þann manndóm sem hluta alþingismanna skorti svo illilega.


mbl.is Tekur afstöðu til málsaðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Semsagt stjórnmálamenn eiga að sleppa undan ábyrgð á Hrunvaldandi glæpum sínum meðan fórnarlömbunum er refsað? Fólkið sem setti þjóðina á hausinn og olli hér Hruni með afglöpum sínum og glæpum á að valsa um frjálst vegna þess að það er með rétt flokksskírteini?

Er það sem þú vilt?

Geir H. Haarde á það skilið að vera leiddur fyrir rétt og réttað yfir honum og vonandi dæmdur til þyngstu refsingar fyrir óhæfuverk sín. Ef hann sleppur þá er eina von fyrir fólk til að ná fram réttlæti gegn stjórnmálamönnum hér á landi að taka lögin í eigin hendur í þessu óréttarríki.

 Og hversvegna er ekki búið að leiða Davíð Oddson fyrir rétt fyrir að setja Seðlabankann á hausinn og almennt fyrir landráð líkt og hann á skilið?

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 17:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þínar skoðanir, Agnar, í þessu máli eru jafn réttháar sem annarra skoðanir. Hér varð vissulega glæpsamlegt hrun, en að ákæra og dæma einn mann frá stjórnvöldum! Er heil brú í því?

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 18:47

3 identicon

Gleymdu ekki að Geir H. Haarde var forsætisráðherra, aðalmaðurinn, maðurinn sem hafði mest völdin.  Hann var einnig fjármálaráðherra í lengri tíma, kom nálægt einkavinavæðingu bankanna og fleira misjöfnu aukk þess sem hann var varaformaður og hægri hönd Davíðs Oddsonar svo árum skiptir. Hann er einn af arkitektum Hrunsins en enginn píslarvottur, hann er einn af capoum fyirr capo di capos: Davíð Oddson.

Hin hefðu að sjálfsögðu átt að fara einnig fyrir dóm en einn er betri en enginn þó fjórir plús Davíð hefði verið best.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 18:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ég sé að þú hefur engu gleymt, Agnar minn! Ég á mínar minningar líka um þetta tímaskeið sem þú vitnar til.

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband