1.3.2011 | 19:26
Róandi á útsölu
"Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36% fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, bætir við sig tveimur prósentum frá síðustu könnun Gallups og 12 prósentum frá síðustu kosningum."
Samkvæmt fréttinni eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með 50% fylgi. Úrtakið var stórt eða 7000 manns.
Merkilegt hvað Gallup og Fréttablaðinu ber illa saman í könnunum.
Jæja, er þá ekki best að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn taki við stjórnartaumunum?
Apótekin ættu að setja róandi lyf á útsölu vegna þessarar könnunar, því öllum er morgunljóst að stjórnarandstaðan hefur ekki nokkurn áhuga á að taka við í Stjórnarráðinu.
Óttast reyndar ekkert meira.
Því kæmu ódýrari pillur sér einkar vel í þeirra herbúðum eftir þessa könnun.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sýnir mér bara hversu algjörlega vanhæf núverandi ríkisstjórn er, því miður, því þau hefðu getað gert svo miklu betur, höfðu allt með sér í byrjun. En klúðruðu því big time, fyrst og fremst með að reyna að troða okkur inn í ESB, og skipta þjóðinni þannig í fylkingar, og svo ráðaleysi og athafnaleysi sem ljóst er öllum í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 20:20
Takk fyrir innlitið, Ásthildur Cesil!
Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 21:25
Jamm minn kæri svona er þetta bara að mínu mati þ.e.a.s.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 22:21
Þetta er út af því hversu mikill sértrúarsöfnuður Samfylkingin er annars vegar, hennar fylgismenn segja bara "já" og "amen" við öllu sem yfirvöld þaðan segja, og hversu mikil dyramotta Samfylkingarinnar Vinstri Grænir eru orðnir hins vegar, en þeirra fylgismenn segja líka "já" og "amen" við öllu sem frá yfirvöldum Samfylkingarinnar kemur. Ég hafði mikla trú á Vinstri Grænum, og finnst sorglegt að sjá þá breytast í verri dyramottu en Framsóknarflokkinn þegar hann var upp á sitt versta. Ég er nú að gera upp við mig hvort ég eigi að svíkja alveg lit og kjósa Sjálfstæðisflokkinn bara til að losna við Samfylkingarstjórnina, sem ég treysti enn verr en stjórninni sem hún leysti af, sérstaklega gekk framganga hennar í Lýsingarmálinu framm af mér og þá sá ég ég hafði alls ekki kosið neina vinstristjórn, heldur stjórn sem var tilbúin að brjóta lög og hrækja á dóma Hæstaréttar svo lengi sem peningavaldinu þóknaðist, og að Samfylkingin er í raun mun hægrisinnaðri flokkur en jafnvel gamla íhaldið, hún er hér til að styðja peningavald, áður Baug, enda oft nefndur Baugsflokkurinn, og nú krýpur hún á kné fyrir bönkum innlendum sem erlendum, Lýsingu, Magma, sem er eitt af alræmdustu fyrirtækjum heims, frægt fyrir að arðræna fátækustu þjóðir veraldar, og auðvitað mesta einavinavæðingarvini heims, Alþjóða Gjaldeyrissjóðinum sjálfum. Ég hef ekki lyst á að kjósa slíkan flokk, en sé ekki það sé neitt skárra að kjósa dyramottu þeirra. Hreyfingin er ekki minn staður að öllu leyti, og því vil ég helst komast hjá því að kjósa hana. Besta Flokkinn hef ég kosið, en hefði ekki gert einnig hann myndi sýna tilhneigingar til að gerast Framsóknarleg dyramotta Samfylkingarinnar. Ég tel því líklegast, undarlegt en satt, að ég komi sjálfum mér og öllum öðrum á óvart með því að kjósa þann flokk næst sem ég hef alltaf haft minnst álit á allra flokka, nefnilega Framsókn. Málið er að allir sem ég kýs til að gera eitthvað róttækt, Vinstri Grænir og Besti Flokkurinn, virðast breytast í Samfylkingar dyramottur í anda gömlu Framsóknar...og Framsókn í dag er minnst dyramottuleg allra flokka. Sigmundur þorir að hafa sínar eigin skoðanir og virkar á mig eins og alvöru manneskja en ekki enn einn tækifærissinninn. Ég vildi þó heldur kjósa nýjan flokk og mun ef góður býðst. Svo er bara vona sá flokkur gerist ekki líka dyramotta, en þá er þessi þjóð einfaldlega búin að vera og best að flytja bara úr landi frekar en láta börnin sín lifa við hörmungar fasismans sem grasserar í andrúmslofti þar sem dyramottur og andlýðræðislegrar peningasleikjur ráða ríkjum, og mun taka hér við innan tíðar verði engar breytingar. Ég veit um hvað ég er að tala. Ég bjó á Spáni og veit hvernig Franco varð til og sé að samskonar skrýmsli mun fæðast hér ef við förum ekki að taka til.
Lýðræðinu allt. (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.