Dauði þúsundanna

"Gaddafi, forseti Líbíu, segir að þúsundir muni deyja, hafi NATO afskipti af ástandinu í landinu."

Ætli það sé nú rétt hjá þessum kolruglaða manni. Er ekki líklegra að landsmenn og innlendir hermenn tækju hermönnum NATO fagnandi?

Varla unir þetta fólk glatt við að drepa samlanda sína til þess eins að halda þessum rugludalli við völd.

Hversu margar þúsundir munu falla þarna ef NATO skiptir sér ekki af ástandinu? Ef enginn grípur inn í þá hörmulegu atburðarás sem þarna á sér stað.


mbl.is Spáir blóðbaði ef NATO skiptir sér af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Libya is against any foreign intervention, even at the cost of further human lives.
They will topple Muammar Gaddafi and its only the matter of time before the world sees it before its eyes. Foriegn intervention will bring further instabililty in the region and the Arab world dont want the event of Iraq to happen again.

Agnes (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 15:18

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er alveg rétt hjá þér Björn og hin góða reynsla frá Írak of Afganistan sýnir það vel. Fyrir þær innrásir var einmitt boðað að landsmenn myndu taka erlendum innrásar frelsisher fagnandi og hefur það algjörlega staðist og friður hefur ríkt þar. Eins mun það verða í Líbíu eftir að mannúðarsveitir NATO og USA hertaka það land.

Baldur Fjölnisson, 2.3.2011 kl. 15:42

3 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, þá er líklega bara best að heimamenn í Líbíu murki lífið hver úr öðrum, er það ekki? Býst við að allar lausnir þarna séu vondar lausnir. Ég vil ekki bera þetta saman við Afganistan og Írak.

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 16:07

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er ekkert að marka fjölmiðlaruslpóstinn í þessu máli frekar en öðru sem snýst um fjárhagslega, efnahagslega og pólitíska hagsmuni. Í Líbíu er gamalt ættflokkaveldi og rígur. Þetta er bara gerviríki, búið til af nýlenduveldum, eins og önnur gerviríki í mið Austurlöndum. Gaddafi hefur tekist að halda þessu saman með flóknu kerfi af svok. alþýðunefndum sem er síðan stjórnað af honum og embættismannakerfi hans. Þegar hausinn er tekinn af slíku kerfi liðast það fljótt í sundur og heimamenn berjast um bitana eins og dæmin hafa sýnt annars staðar.

Bandaríkin eru þegar vita gjaldþrota eftir endalaus stríð og td. kostar stríðið í Afganistan þá jafnvirði 40 milljarða ísl. króna Á DAG. Þannig að það er botnlaust kviksyndi og verður þangað til þeir hafa vit á að hypja sig á brott. Það er því skiljanlegt að stjórnvöld þar hafi lítinn áhuga á að lenda í nýjum áratuga kviksyndum. Eftir Líbíu kæmi síðan Sádi Arabía og litlu leppríki BNA við Persaflóa, Íran osfrv. Hvar endar það. Það er auðvelt að ljúga stríð af stað en erfiðara að stjórna hvernig þau þróast.

Baldur Fjölnisson, 2.3.2011 kl. 16:47

5 identicon

Baldur. Ertu að tala í alvöru? Góð reynsla frá Íraq og  Afganistan?, mæli með mynd handa þér til að horfa á http://www.youtube.com/watch?v=OJ5eRT81bVw getur séð alla myndina þarna. The War You Dont See. John Pilger gerði hana. Fólk í Líbyu vill ekki sjá erlenda hermenn, enda myndi það gera illt verra.

Agnes (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 18:52

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Agnes, bara kaldhæðni hjá mér eða tilraun til þess. Annað ekki.

Baldur Fjölnisson, 2.3.2011 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband