Um hlutleysi fjölmiðla á Íslandi

Íslenskir hægri menn fullyrða margir að RÚV dragi blygðunarlaust taum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Því mótmæla vinstri sinnaðir kjósendur. Það eru skiptar skoðanir um allt í þessu þjóðfélagi. Ríkisútvarp allra landsmanna er það ekki undanskilið.

Fjölmiðlar gegna miklu hlutverki í flestum samfélögum. Eru oft sagðir vera fjórða valdið á eftir löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdavaldi. Hér er reyndar þessi þrískipting valdsins öll í einum hrærigraut og á ekki við. Virkar ekki.

Eru fjölmiðlarnir okkar hlutlausir? Því fer fjarri. Tek reyndar ekki undir vælið um RÚV. Mér þykir vænt um RÚV og tel fréttamenn þar á bæ reyna að gæta hlutleysis, en vissulega getur hlutleysi í fréttaflutningi verið vandstiginn línudans. Það fer eftir eðli og inntaki fréttanna hverju sinni.

Hvað eiga Morgunblaðið, Útvarp Saga og ÍNN sjónvarpsstöðin sameiginlegt? Liggur í augum uppi.

Fréttablaðið er sagt vera hliðhollt Samfylkingunni og þar með ríkisstjórninni. Ég get ekki lagt mat á það, þar sem ég les það blað nánast aldrei. Nenni ekki að eltast við þessi fáu eintök sem til Grindavíkur berast. Rengi þó ekki mat hægri manna á því blaði.

Stöð 2 er sögð á mála hjá ríkisstjórninni. Mér finnst það barnalegt og kjánalegt mat.

Sami eigandi á Bylgjuna, sem er vinsælasta útvarpsstöð landsins. Ég hlusta oft á þáttinn Reykjavík síðdegis, eftir að ég kem heim úr vinnunni. Sá þáttur held ég að sé gríðarlega vinsæll. Hann er með augljósri hægri slagsíðu. Hallmæli einhver ríkisstjórninni þar er alltaf tekið undir. Sérstaklega af Þorgeiri Ástvaldssyni, þeim góða dreng og skemmtikrafti. Þannig heyri ég þetta.

Hvað er eftir?

DV, kannski Viðskiptablaðið. Um hlutleysi þeirra miðla tjái ég mig ekki.

Kannski lesendur hér geri það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú Manst Björn, Blaðurblaðið/Fréttablaðið er málgagn No1 fyrir Samfylkinguna þína.

Númi (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 20:42

2 Smámynd: Björn Birgisson

Segir Númi hinn hlutlausi! Samfylkinguna mína? Á ég hana? Fínt! Ekki á hún mig, svo mikið er víst.

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 21:00

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stjórnmál snúast oftar en ekki um atvinnu og viðurværi en trúarbrögð eða hugsjónir. Sama á líka við um útvarp, sjónvarp og blöð. Lykilmál er að hafa neytendur og eigendur sem vilja borga. Auglýsingar eru einnig áhrifavaldar. Endurtekningin er máttug. Hlutleysi er ekki til. Er það hlutleysi að selja ógæfu annarra? Skjaldborg heimilanna er ekki raunveruleg þegar allt hækkar nema Sparkbíllinn frá Benna. Hann er líklega settur saman í Brasilíu. Bloggið væri litlausara án þín, litir selja.

Sigurður Antonsson, 2.3.2011 kl. 23:01

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið, Sigurður Antonsson. Ertu búinn að litgreina mig? Mér hefur alltaf fundist ég vera VOR. Hvað finnst þér?

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband