Eldgos í uppsiglingu á Reykjanesi?

"Upptökin eru 1,0 km NA af Krýsuvík á 3,8 km dýpi. Stöðugar hræringar hafa verið á svæðinu í dag."

Nú er stutt í eldgosið á Reykjanesi, hið fyrsta í rúmar sjö aldir. Hér var mikið gostímabil frá um 800 til ársins 1300, eða þar um bil.

Það eru mörg eldfjöll á svæðinu sem nú skelfur hvað mest, en síðast gaus þar fyrir um 7 öldum. Það var gostímabil á þessum slóðum á árabilinu 800 til 1300, þannig að vel má vera að náttúrunni sé orðið mál eftir allan þennan tíma.

Eftir skjálftana á sunnudaginn fengum við hjónin okkur bíltúr hér um nágrennið og hvað skyldi hafa blasað við augum hvert sem litið var?

Hraun og aftur hraun. Hraun og enn meira hraun. Misúfið og mistignarlegt, en allt fallegt, eins og flest sem frá náttúrunni kemur. Þetta kom í hugann:

Þingvellir í árdaga.

Þá mælti Snorri goði Þorgrímsson hin fleygu orð: "Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?"

Ætli Icesave málið sé nú farið að pirra goðin meira en góðu hófi gegnir? Stjórnarandstaðan kannski?

Það sem einu sinni hefur gerst getur alltaf gerst aftur. Og mun gerast.

Held að vísindamennirnir okkar viti álíka mikið um þessa þróun, sem nú á sér stað á Reykjanesi og fiskifræðingarnir á Hafró um stærð fiskistofnanna við landið.

Það er að segja .........................


mbl.is Enn skelfur jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég hef einu sinni farið ríðandi frá Hafnarfirði sem leið liggur um Sveifluháls í gegn um Vígdísarvelli og sem leið liggur til Grindavíkur.

Maður upplifir nú landið betur þegar maður ferðast með þessum hætti. 

Landið er stórbrotið og allstaðar hraun og eldstöðvar eins og þú segir.

Grandvarir menn hafa alltaf andvara á sér um hugsanlegar náttúruhamfarir í sínu umhverfi og horfa til ýmissa annarra hluta en mæla og slíkra tóla.

Þó vísindamenn séu að rýna í þessa hluti að þá koma eldgos oftast á óvart þegar þau eiga sér stað.

Mér sýnist að ef gos yrði í Krýsuvík rynni það beint til sjávar og niður í Hælsvík því þar er land lægst og mundi ekki valda miklum búsifjum.

Aftur á móti ef Sveifluhálsinn rifnaði allur endana á milli mundi hraun renna víða en ekki til þéttbýlisstaða.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Björn ert en að hræða mig ?

Kv, Sigurjón

Rauða Ljónið, 2.3.2011 kl. 21:48

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurjón minn, vertu aldeilis óhræddur, en gleymdu ekki að fara með bænirnar þínar!

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 21:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þorsteinn, þakka þér kærlega innlitið og skemmtilega frásögn. Án allrar faglegrar vitneskju, tel ég að flest gos á Reykjanesi hafi verið fremur smá. Túristagos heita þau í sammtímanum. Segi þetta nú bara af því að ég sit á loki púðurtunnunnar!  

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 21:58

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Björn !

    Þá má , hvorki þú né konan þín , reka við , svo gæt þú þín .

Hörður B Hjartarson, 2.3.2011 kl. 22:49

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, ég má!

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 22:50

7 identicon

Þegar Eyjafjallajökull gaus þá stóð Icesave málið sem hæst, svo að það eru kannski náttúruöflin að mótmæla ásamt  goðunum okkar fornu hver veit

Hafdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 23:27

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi rifnar bærinn ekki það illa endanna á milli að óbrúanleg gjá verði milli okkar Björn. Ert þú ekki illa settur þarna ofan í kvosinni, fari hraun að renna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.3.2011 kl. 23:47

9 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann minn, þakka þér umhyggjuna nú sem fyrr. Það er næsta víst að fari að gjósa hér syðra, muni sá í neðra puðra sínum flugeldum upp nákvæmlega þar sem ég sit við tölvuna mína. Það væri vel við hæfi. Að andskotinn fengi loks að hitta afa sinn!

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 00:00

10 identicon

Ég held að það þurfi einhver að fara að huga að því að saga Reykjanesið frá landinu áður en óværan þar fer að sullast yfir á okkur hér á menningarsvæðunum. Best væri samt auðvitað að fá almennilegt gos og hraun yfir allt svæðið svo hægt væri að byrja þar upp á nýtt.

Grefill (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 10:52

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég skelf nú bara við tilhugsunina

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.3.2011 kl. 11:10

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ertu svona hrikalega illa ættaður?

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.3.2011 kl. 11:11

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ha?

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 11:36

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Björn! það er bannað að hræða fólk, ég á fullt af fólki í Reykjanesbæ
Annars kemur það sem koma skal, tökum á því er þar að kemur

Kveðja frá Húsavík

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 16:59

15 Smámynd: Björn Birgisson

Guðrún Emilía, ég veit að það er bannað að hræða fólk. Einmitt þess vegna er það svo skemmtilegt! Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 17:13

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert sem sagt ennþá púki í þér, nú það er bara af hinu góða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 17:38

17 Smámynd: Björn Birgisson

Einu sinni púki, alltaf púki!

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 17:43

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Varstu kannski dokkupúki, eða?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 17:47

19 Smámynd: Björn Birgisson

Ég var púki í Neðstakaupstað, skipasmíðastöðin og hafnarsvæðið voru á mínu yfirráðasvæði og villikettirnir í verkunarhúsunum voru bestu vinir mínir!

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 17:53

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Barnabörnin mín, tvær af þeim elskuðu þetta svæði voru heilu daganna niðri í neðsta, einnig í fjörunni í leit að allskonar kvikindum svo ég tali nú ekki um fuglana, það voru ekki svo ófáir sem komu heim, amma átti nefnilega að hjúkra þeim, en flestir enduðu hjá dýralækninum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2011 kl. 06:34

21 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hélt þú værir að tala um þig sem andskotann og þ.a.l. væri sá ljóti sjálfur í neðra afi þinn.

Að vísu átti þetta bara að vera lélegt grín. Þú fyrirgefur mér vonandi?

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.3.2011 kl. 19:13

22 Smámynd: Björn Birgisson

Fyrirgef? Ekkert að fyrirgefa Bergljót mín. Hreint ekkert. Eigðu góðar stundir!

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband