3.3.2011 | 11:24
Bensínlaust karp
"Spurði Bjarni hvort stjórnvöld ætluðu að haga því þannig, að hærra heimsmarkaðsverð á olíu og hærra útsöluverð á Íslandi verði sérstakur tekjuauki á Íslandi, einhverskonar matarhola fyrir ríkisstjórnina."
Ætli stjórninni veiti nokkuð af hverri matarholu sem gefst. Bjarni ætti manna best að vita það og líka hvers vegna svo er.
Álögur á eldsneyti eru sígilt efni til að karpa um á Alþingi.
Hefur nokkur ríkisstjórn lækkað þessar álögur?
Aðrar aðstæður nú en 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Björn. Ríkisstjórn Geirs Haarde lækkaði álögur á eldsneyti. Þessi ríkisstjórn hefur hinsvegar tvívegis hækkað álögurnar. Nú síðast um áramótin.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:36
Segið mér, hvernig er það að éta allt sem einhver segir og jánka öllu; Er það ekki furðuleg undirefnistilfinning, svona hjarðdýrafílingur.
doctore (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:08
Þekki það bara ekki, doctore.
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 12:14
Það má rétt vera Björn, að ríkissjóði veiti vart af nýjum matarholum. En hvað með þá sem maturinn er tekinn frá? Veitir þeim nokkuð af þeim brauðmolum sem þeir enn geta nært sig á?
Þú verður að átta þig á því að það er stór hluti Íslendinga sem ekki geta verið án bíls, til að sækja vinnu, nauðsynjar og hjálp. Þar að auki eru allir vöruflutninar komnir á land, er keyrt frá stórhöfuðborgarsvæðinu út á land með vörubílum. Sá kostnaðarauki sem af þessu hlýst mun koma beint inn í vöruverðið á nauðsynjavörum þess fólks sem þar að auki neyðist til að eiga og nota bíl til að nálgast þessar vörur!!
Menn verða að hugsa aðeins út fyrir Reykjavík, það hélt ég að fyrrum Ísfirðingur gæti átt gott með að gera!
Hvernig væri frekar fyrir ríkissjóð að leita af matarholum hjá bankakerfinu, þar sem hagnaður mælist í tugum miljarða á ári, hvert árið af öðru. Hagnaður þessara fyrirtækja er mun meiri nú í krónum talið en fyrir hrun, jafnvel þó rekstrarreikningur þeirra sé einungis brot af því sem þá var!!
Gunnar Heiðarsson, 3.3.2011 kl. 13:44
Gunnar, ég yrði alveg jafn ánægður og þú ef bensínið lækkaði í verði. Bæði heimsmarkaðsverðið og hlutur ríkisins. Eitthvað hefur ríkisstjórnin verið að bögglast með aukin gjöld á bankana. Sjálfsagt mætti ganga lengra í þeim efnum. Annars veit maður ekkert um stöðu bankanna. Eftir hrun vantreysti ég alltaf þeirra afkomutölum.
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.