3.3.2011 | 13:28
Besti flokkurinn með pólitíska bombu
Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Besti flokkurinn undirbúi nú framboð á landsvísu. Það var ekkert annað. Nú kætast margir á meðan hakan sígur á öðrum.
Þetta er sannkölluð stórfrétt.
Lengi hefur legið í loftinu að pláss fyrir ný framboð sé nægt á pólitíska markaðnum, vegna mikillar óánægju með núverandi flokka.
Svo kemur þessi bomba.
Besti flokkurinn fékk 34,7% í borgarstjórnarkosningunum í fyrra og það er hreint ekki útilokað að hann nái fínum árangri í almennum þingkosningum.
Svona 20 til 25 þingmenn gætu hæglega tekið sér sæti í þingflokksherbergi Besta flokksins eftir næstu kosningar. Haldi hann 34,7% fylgi verða þeir líklega 28! Það finnst mér ekki líklegt.
Hvenær verða næstu kosningar eiginlega?
Besti flokkurinn á landsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki meiri þörf fyrir eitthvað annað inn í stjórnmálin en fíflagang og vitleysu?
Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2011 kl. 13:45
Fiflagang og vitleysu?
Eigum við ekki að leggja niður alla stjórnmálaflokka, þá sérstaklega sjálfstæðisflokkinn?
Svavar (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 13:52
Þessi frétt hnýtir fjórflokkinn tryggðarböndum - að engar kosningar verði á kjörtímabilinu.
Sævar Helgason, 3.3.2011 kl. 13:59
Axel, mér sýnist vera meiri fíflagangur og vitleysa á Alþingi en í borgarstjórn Reykjavíkur. Svei mér þá.
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 14:13
Sævar, líklega er þetta rétt tilgáta hjá þér. Fer þó nokkuð eftir órólegu deildinni hjá VG.
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 14:15
Alltaf gaman að lesa skrif eftir sára flokksdindla eins og Axel sem mynu kjósa sinn flokk aftur þó svo sá flokkur hafi hampað atkvæðinu þeirra í hæstu hæðir fram að kosningrdag og skeint sér á því daginn eftir kosningar og gleymt algjörlega flokksgildum og selt sálu sína fyrir slikk til að komast í stjórn , og það mest fyndna er (og djókið er alfarið á kostnað kjósandans) að skammtímaminnið sé ekki lengra en 4 ár, priceless.
Sævar Einarsson, 3.3.2011 kl. 15:51
Sævarinn, það er ekkert að því að halda tryggð við stjórnmálaflokk til hægri eða vinstri, en pólitísk blinda er víst ólæknandi sjúkdómur!
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 16:47
Sæll Björn það rataðist þér rétt orð á munn pólitísk blinda er það sem hefur hrjáð okkur íslendinga um áraraðir með fyrrgreindum afleiðingum!
Sigurður Haraldsson, 3.3.2011 kl. 17:13
Já, Sigurður, blindan sú hefur reynst dýrkeypt fyrir þjóðina.
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 17:16
Samfylkingin B[esti] er því miður uppfull af listaspírum sem langar á áskrift að launum.
BDS og S(B) [áður Æ] eru því miður ekki hæfir flokkar til þingsetu miðað við hvað þeir eru allir enn uppfullir af sundurspilltu liði sem ekkert kann annað en að sjúga ríkisspenann.
Í það heila eru kannski 3 vitringar á þingi.... restin er pakk sem ætlar sér að bíða þar til einhver anar fokkar hlutunum upp og katlarnir koma til þeirra.
Það sem við þurfum er allsherjar hreingerning og svo að menn sem í stðinn komi séu menn framkvæmda sbr "Lead ; follow or get out of the way"!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:19
Óskar, ljótt er ef satt er! Ertu viss um þetta?
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 17:24
Það er til annar nýr flokkur sem hyggur á framboð á landsvísu, og er ekki með neinn fíflagang: Samtök Fullveldissinna.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2011 kl. 02:07
Gleymdu þessu, Guðmundur minn. Ég fór inn á síðuna ykkar. Gleymdu þessu. Öfgapakk á ekkert erindi við þessa þjóð, hún hefur liðið nóg. Gleymdu þessu bara. Framboð af þessu tagi niðurlægir bara þá sem gefa kost á sér. Aðallega þjóðina þó. Hún á betra skilið. Gleymdu þessu. Þín vegna.
Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 02:36
Björn,þú verður að fylgjast betur með,þér er farið að förlast. Þú nefnir þarna ,,öfgapakk,, en svoleiðis fólk er mjög augljóst að sjá og það sérstaklega í flokki þínum sem er Samfylkingin......Ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar er öfgapakkið sem þú ert að vitna til . Hræðslan við FORINGJANN í Samfylkingunni hefur gert þann flokk að öfgaflokki.
Númi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.