3.3.2011 | 16:19
Flokkurinn með allt fjármálavitið
Hægri menn á Íslandi hafa löngum sagt að vinstri menn kunni ekkert með fjármál ríkisins eða sveitarfélaga að fara, allt sé í handaskolum og vitleysu hjá þeim öllum stundum á því sviði.
Ég býst við að margt sé til í þessu, en ég vil ganga lengra og segja að stjórnmálamenn hérlendis kunni ekkert að fara með fjármuni almennings, sérstaklega á það þó við um ríkisvaldið hverju sinni. Populisma pólitíkin kostar alltaf meira en sem nemur innkomunni í kassann. Mismunurinn er alltaf fenginn að utan í formi lánsfjár og þjóðarskútan marar í hálfu kafi fyrir vikið.
Frá hruninu hefur verið heldur hljótt um kenninguna um fjármálin og vinstri mennina og allan þann tíma hef ég verið að bíða eftir einhverjum boðskap frá hægri mönnum, sem efnislega gæti verið nokkurn veginn svona:
Eins gott að flokkurinn með allt fjármálavitið sat í hverri ríkisstjórninni af annari fram á og fram yfir hrunið. Hefði það ekki verið svo, hefði hrunið orðið miklu stærra og viðameira og algjört þjóðargjaldþrot blasað við haustið 2008. Flokkurinn með fjármálavitið bjargaði því sem bjargað varð, jafnvel þótt einhverjir vinstri menn hafi verið að þvælast fyrir honum á lokasprettinum fyrir hrunið.
Ekkert þessu líkt hef ég rekist á. Því skyldi það vera?
Guð blessi Ísland og sérstaklega flokka sem hafa gott fjármálavit.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bill Maher orðaði það svo: ,,Hægri menn halda því fram að hið opinbera kunni ekki með peninga að fara. Svo komast þeir til valda og sanna það!"
Matthías (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 16:37
Góður!
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 16:41
Að loknu löngu valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins: Guð blessi Ísland.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 20:42
Jamm!
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.