Kosningar og ógnarmáttur veraldarvefjarins

Máttur netsins er mikill og fer hraðvaxandi. Ég leyfi mér að fullyrða að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki sent Icesave málið í tvígang til þjóðarinnar, ef netsins hefði ekki notið við.

Krafan um þingkosningar er býsna hávær í þjóðfélaginu um þessar mundir hjá almenningi og sumir stjórnmálamenn taka undir hana, eða þykjast taka undir hana.

Talandi um netið.

Hvað skyldi þurfa margar undirskriftir á netinu, þar sem krafa um kosningar er sett fram, til þess að forsetinn og ríkisstjórnin verði við henni og boði til kosninga?

Hvað myndu stjórnvöld gera ef 50-100 þúsund manns krefðust kosninga hið fyrsta?

Er ekki þarna komið kærkomið verkefni fyrir stjórnarandstöðuna og stuðningsmenn hennar?

Þeir segjast endilega vilja taka við stjórnartaumunum.

Þá er að nýta sér mátt netsins.

Er ekki líklegt að þetta verði gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, þú hefur rétt fyrir þér á rangan hátt.

Það hvarflar ekki nokkrum manni með heila hugsun að krefjast nýrra kosninga þegar ekkert annað er í boði en hinn helmingur fjórflokksins.

"Meet the new boss, same as the old boss"! eins og enskumælandi orða það svo ljómandi vel.

Sama og þegið.

Kolbrún Hilmars, 3.3.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: Björn Birgisson

Besti flokkurinn ætlar fram!

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 20:29

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skyldi hann batna við það?

Kolbrún Hilmars, 3.3.2011 kl. 20:34

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sjáðu til. Hann fékk 34,7% í höfuðborginni. Það jafngildir 28 þingmönnum! Ég á ekki von á slíku fylgi í þingkosningum. En 20 þingmenn gæti hann hæglega fengið.

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 20:38

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tæplega. Besti er búinn að lifa sitt besta. Amk í höfuðborginni.

Kolbrún Hilmars, 3.3.2011 kl. 20:44

6 Smámynd: Björn Birgisson

Það liggur engan veginn fyrir.

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband