3.3.2011 | 21:16
Krónískur höfuðverkur í Hafnarfirði
Hafnfirðingur nokkur leitaði til læknis og kvartaði yfir krónískum höfuðverk. Læknirinn fann ekkert út úr þessu og sendi manninn til sérfræðings.
Sérfræðingurinn áttaði sig ekki heldur á hvað gæti verið að hrjá þennan ágæta mann úr firðinum fagra, svo hann ákvað að opna á honum höfuðkúpuna og sér til mikillar furðu sá hann að kúpan var galtóm. Algjörlega galtóm.
Að undanskildu því þó að mjög grannur vír var strengdur þvert yfir kúpuna.
Jæja, þarna er þá meinið, hugsaði hann með sér og klippti á vírinn.
Þá duttu eyrun af Hafnfirðingnum!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sennilega verið með öllu óspilltur maður. Og þá hafa Hafnfirðingar vinninginn á því sviði....
Sævar Helgason, 3.3.2011 kl. 22:19
Sævar, Hafnfirðingar eru allir ákaflega flottir! Flottari þó með eyru ............
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 22:35
Hefði veðjað á hafnfiskan framsóknarmann (en það er bara af illgirni)
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 22:59
Illgirni? Þú átt hana ekki til í vopnabúri þínu, Jón Óskarsson!
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.