Ekki virðist staða Baldurs Guðlaugssonar skána

Ekki virðist staða Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, skána eftir því sem vitnum fjölgar. Hann er sakaður um innherjasvik vegna sölu hlutabréfa í Landsbankanum, korteri fyrir hrunið. Upphæðin sem hér um ræðir er 192 milljónir.

Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans, kom fyrir réttinn í morgun. Hann taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Áður hafði Bolli Þór Bollason tjáð sig á svipuðum nótum. Baldur Guðlaugsson sat í sama samráðshópnum og í leikmanns augum virðist hann nú sitja í súpunni.

Ef marka má fréttir af þessum réttarhöldum yfir Baldri, þá virðist stefna í að dómaranum muni reynast það létt verk að kveða upp sinn úrskurð.

Eða hvað? Eru Jón og séra Jón jafnir fyrir lögunum?

Verði Baldur fundinn sekur í Héraðsdómi gæti hann átt hauka í horni í Hæstarétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tryggvi Pálsson hin saklausi aðstoðarmaður Finns Ingólfssonar er sem hvítbók. Já Björn það er vesen í kringum þessa Baldra.Baldur Hermannsson,er líka í klípu sá ofurpenni og pennadurtur,eða svo les maður.

Númi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 12:45

2 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Númi, það er leitt til þess að vita.

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband