Bara eitt sem þessa ríkisstjórn vantar

Ég var í dag að spjalla við mann sem er síður en svo hrifinn af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Okkur tókst að leysa nokkur þjóðmál í spjallinu, svona eins og alltaf gerist þegar menn fara að tala saman! Eða þannig.

Við vorum ekki sammála um allt, en þó algjörlega sammála um að það hljóti að vera ömurlegt að standa í þessu stjórnmálaþrasi daginn út og daginn inn, það er að vera á þingi og í ríkisstjórn við þessar aðstæður.

Þegar viðmælandi minn var að kveðja sneri hann sér við í dyragættinni og sagði glottandi:

Björn minn, það er eiginlega bara eitt sem þessa ríkisstjórn vantar.

Nú, bara eitt og hvað er það?

Betri ráðherra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég átta mig ekki á því af hverju mér datt í hug að ríkisstjórnina vantaði þjóð?

Svona til að ríkisstjórninni tækist einhvern tíma til að greiða allar skuldirnar sem verið er að safna!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.3.2011 kl. 18:01

2 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, fín pæling!

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 18:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vantar stjórnina eitthvað annað en stefnu, sem nær yfir lengra tímabil en síðasta korterið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2011 kl. 23:37

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það var nú öllum  ljóst! Meira að segja mér!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.3.2011 kl. 01:14

5 Smámynd: Björn Birgisson

Var að koma í hús, þakka innlitin!

Björn Birgisson, 5.3.2011 kl. 01:47

6 identicon

Fékk þetta lánað. 

"Ljóta pakkið, Jóhanna og Steingrímur, að eyðileggja rústirnar okkar. Það var ekki rétt fallegt.

Burt með þau og kjósum að nýju stjórnmálajöfra sem sannanlega kunna að búa til rústir á heimsmælikvarða."

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 13:22

7 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, takk fyrir þetta!

Björn Birgisson, 5.3.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband