Er Landsbankinn ekki orðinn of stór nú þegar?

Eygló Harðardóttir óskar eftir því að efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra mæti á fund viðskiptanefndar Alþingis, ásamt forstjóra FME og seðlabankastjóra, til að ræða fréttir af sameiningu SpKef og Landsbankans, samþjöppun í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og framtíðarstefnumörkun fyrir íslenska fjármálakerfið.

Ég er ekki hissa á þessari beiðni. Hér er mjög stórt og viðkvæmt mál á ferðinni og margar spurningar vakna. Eins og þessar: Er Landsbankinn ekki þegar orðinn of stór? Hver á að ábyrgjast þann risa ef ríkið selur sín 86% í honum? Er ekki betra að dreifa áhættunni?

Á móti koma svo augljósir hagræðingarkostir með þessari sameiningu hvað varðar húsnæði, mannskap og fleira.

Daginn sem Sparisjóðurinn opnaði sitt útibú í Grindavík færði ég öll mín viðskipti þangað. Mín fyrstu viðbrögð við fréttinni um sameininguna eru þessi:

Ég vonast til að geta haldið þeim góðu viðskiptum áfram, mér verður líklega ekki að þeirri ósk.


mbl.is Viðskiptanefnd ræði samþjöppun bankakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband