Er verið að færa brauðfætur bankanna í ný skæði með blekkingum?

Fjármálaeftirlitið ákvað á fundi sínum í dag að NBI hf., Landsbankinn, taki yfir rekstur, eignir og skuldbindingar Spkef sparisjóðs.

Þetta gerist hratt nú, en hefur vafalítið verið nokkurn tíma í undirbúningi.

Í ljósi reynslunnar af bankahruninu kippist maður við, við hverja frétt af þeim stofnunum. Íslandsbanki er nýbúinn að birta uppgjör ársins í fyrra og flestar tölur þar eru með ólíkindum. Minna óneitanlega á öll grobbuppgjörin fyrir hrun.

Svo kemur þetta SpKef mál og maður spyr. Er bankakerfið að hrynja aftur eða er verið að leika hér snjallan leik? Alla vega virðist ríkið vera að spara sér átta milljarða.

Á maður að vera skíthræddur við þróun bankamálanna? Eða á maður kannski bara að vera rólegur, anda með nefinu og treysta á að þetta reddist allt?

 


mbl.is Spkef sameinast Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei það skaltu ekki gera!

Sigurður Haraldsson, 6.3.2011 kl. 12:10

2 identicon

Ekki hafa áhyggjur
það eru traust veð fyrir öllum lánum SpKef einsog annarra lánastofnana sjáðu t.d. Grenimel 46
3. hæða ófrágengin steypa sem er að molna niður með áhvílandi lán uppá 575.953.537 kr

Grímur (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 15:01

3 Smámynd: Björn Birgisson

Úff! Vissulega hef ég áhyggjur og held að fullt tilefni sé til þess.

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 15:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagnaður Íslandsbanka/Glitnis síðustu ár:

  • 2005: 19 milljarðar
  • 2006: 38 milljarðar
  • 2007: 28 milljarðar (sennilega megnið af því loft...)
  • 2008: 16 milljarðar (að fengnum 3000 milljarða afskriftum á 3. ársfjórðungi með kennitöluflakki)
  • 2009: 24 milljarðar
  • 2010: 29 milljarðar (þar af helmingur búinn til með pennastriki = meira loft!)

Það eina sem virðist hafa breyst frá 2008Q3 er að í stað Íslendinga áður eru fjárhirðarnir nú erlendir kröfuhafar. Ef þeir eru þá yfir höfuð erlendir en ekki skúffufyrirtæki með Íslendinga á enda eignarhaldskeðjunnar. Mér skilst nefninlega að Bjarni Ármanns sé ennþá fastagestur á Kirkjusandi, rétt eins og ekkert hafi breyst...

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 16:12

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hrollvekjandi ...........

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 16:27

6 identicon

Já, þú ert svona einfaldur Björn og trúir Steingrími í blindni. Staðreyndin er sú að Steingrímur (oft kallaður stórlygari vegna fyrri framgöngu) er með tvo vasa sem við skattgreiðendur eigum, hægri og vinstri. Steingrímur bauð SPKEF 11,2 milljarða úr þeim vinstri, kallaður ríkissjóður, okkar peningar. Svo henti Steingrímur SPKEF inn í bankann okkar og sagði honum að borga restina úr hægri vasanum, 8,2 milljarða (þú veist okkur). Svo vel tókst þetta að mannvitsbrekkan mikla, Álfheiður Ingadóttir sagði í þættinum á Sprengisandi í dag að Steingrímur hefði "sparað ríkissjóði 8,2 milljarða" með þessari fléttu sinni. Álfheiður, þú ert séní ! (Steingrímur, þú ert sá drullusokkur að láta SPKEF ekki fara á hausinn en þess í stað senda okkur skattgreiðendum reikning upp á 19,4 milljarða plús..................?)

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:31

7 Smámynd: Björn Birgisson

Örn Johnsen, ég trúi engu. Alla vega engu frá stjórnmálamönnum og bönkum!

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband