Páll Vilhjálmsson pissar upp í vindinn

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og bloggari, kemur víða við í oft ágætum pistlum. Nýlega lagði hann nokkuð á sig til að tengja saman Eyjuna, Samfylkinguna og auðmenn þessa lands.

Það er alveg meinalaust af minni hálfu. Ef Eyjan vill vera höll undir Samfylkinguna, sem ég legg ekkert mat á, þá er það val eigendanna og lesendur þess netmiðils bregðast við, hver eftir sinni lund og skoðun. Ekkert flóknara en það. Rétt eins og eigendur Morgunblaðsins styðja Sjálfstæðisflokkinn og fara ekkert leynt með það. Þeir ráða því sjálfir.

Þessi texti er á síðu Páls Vilhjálmssonar.

"Krata-Eyjan sem eins og Samfylkingin er komin á framfæri auðmanna stríðir við trúverðugleikavanda. Fjölmargir pistlahöfundar yfirgáfu Eyjuna þegar hún gekk fyrir auðmannabjörg. Nýr ritstjóri sér þann kost vænstan að nota herfræði aðildarsinna sem eru snillingar að endurnýta félagsmenn með því að stofna stöðugt ný samtök utan um sama minnihlutahópinn."

Fleiri fínar pillur eru svo í færslu Páls.

Krata-Eyjan. Samfylking. Auðmenn. Ekkert fer á milli mála hvað Páll á við.

Bíðum aðeins!

Hvar bloggar Páll Vilhjálmsson?

Á Moggabloggi Sjálfstæðisflokksins!

Hverjir eiga Moggann? Síðast þegar ég vissi voru það auðmenn, einkum kenndir við LÍÚ!

Þá verður þetta svona.

Bláa-Bloggið. Sjálfstæðisflokkur. Auðmenn. Ekkert fer á milli mála hvað ég á við.

Mér finnst hinn ágæti skrifari, Páll Vilhjálmsson, hafa hlaupið nokkuð á sig með færslunni. Hún kemur æðandi að honum sjálfum eins og ástralskur bjúgverpill og hittir hann beint í bakhlutann. Hann hlýtur að geta niðurlægt Samfylkinguna og Eyjuna með snjallari hætti og hefur reyndar mikla þekkingu og reynslu í því. Er eiginlega sérfræðingur í þeim efnum. Eyðir í það mörgum launalausum stundum dag hvern.

Má ekki Samfylkingin eiga sér vin í netheimum rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn? Hvað um Framsókn, Hreyfinguna og VG. Eiga þeir enga svona vini? 

Það getur vitaskuld hent bestu menn að pissa upp í vindinn, enda misvindasamt í öllu okkar umhverfi um þessar mundir!

PS. Takið þátt í könnun hér að ofan til vinstri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, einsog þú er hann greinilega LÍÚ hani! ;) Segi svona þar sem þú ert líka á mogga blogi. En til lukku, Eyjuni fannst þetta það góð "vörn" að þeir settu þig á forsíðuna. Annars hef ég tekið eftir áheyrslu breyttingum á Eyjuni eftir skiptin og ekki endilega til góðs þvíð miður.

Annars dæmi ég blog eftir því hvað menn segja ekki eftir því hvar endilega á hvaða síðum það er set fram einsog ég geri með fréttir. Ef menn vilja vera lausir undan mbl, Eyjuni eða vísir eða öðrum tekur það ekki nema svona 5 mín að stofna blog á hinnum ýmsu fríum blogmiðlum út í hinnum stóra heimi.

kv. Hannes Þ.

Hannes (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 09:24

2 Smámynd: Kommentarinn

Glerhúsin og grjótkastið leynist víða. Páll er líklega með þeim duglegri í þeim efnum.

Kommentarinn, 6.3.2011 kl. 17:04

3 Smámynd: Björn Birgisson

Já, hann er mjög efnilegur í skotum sínum og frábær gagnvart þeim sem hann greinilega fyrirlítur. Hlutleysishugtak blaðamanna virðist hafa sniðgengið hann illilega. Hvar er hann eiginlega blaðamaður? Veit það nokkur?

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 17:24

4 identicon

Björn það er þetta að pissa uppí vindin. Ég átti erindi til Grindavíkur í dag heimabæ þinn,og mér varð mál og hvergi var hægt að pissa því það var vindur frá öllum áttum.(hélt í mér fór á bensínstöð.) Hvernig ferð þú að Björn þegar vindur er úr öllum áttum,ertu með bleyju.?

Númi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 21:53

5 Smámynd: Björn Birgisson

Góður Númi!  Takk fyrir innlitið. Hvernig fannst þér kaffið?

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband